Úrval - 01.10.1970, Síða 67

Úrval - 01.10.1970, Síða 67
Bijreið hættir að ganga, vegna þess að einhver hluti hennar er útslitinn og hilar. Ilið sama gildir um fólk. halda óbreyttu ástandi inni í lík- amanum, ef svo mætti að orði kom- ast. Þessir kirtlar sýna viðbrögð við hvaða ógnun, hvaða tegund streitu, sem beinist gegn líkamanum. Við- brögðin eru nákvæmlega hin sömu, hvort sem rotta má þola ofboðslega þreytu eða forstjórinn skammar rit- arann sinn. Blóðþrýstingur og blóð- sykurmagn vex, einnig framleiðsla magasýra, og slagæðar dragast sam- an. Dr. Selye hefur kallað þetta viðbragð ,,uppnámsviðbragðið“. Er hættan minnkar (hvort sem hún er raunveruleg eða ímynduð), streyma róandi vakar frá skjald- kirtli og nýrnahettum út í líkam- ann. Þetta er ,,mótspyrnustigið“. En haldi þetta vakareiptog áfram nógu lengi (uppnám/mótspyrna, uppnám/mótspyrna), þá kemur að því, að rottan — eða maðurinn — verður örmagna. Slíkt getur svo leitt til alvarlegra sjúkdóma eða jafnvel dauða. Eg spurði dr. Selye um hinar ýmsu tegundir streitu, þar eð streitan er svona geysiöflugur þátt- ur í lífi okkar. Ég spurði hann einn- ig að því, hvað hægt væri að gera til þess að draga úr slæmum áhrif- um hennar. Spurning: Eru allar tegundir streitu slæmar í eðli sínu? Svar: Nei, alls ekki. f rauninni er streitan eins konar lífsins salt. Gleðin eykur streitu okkar, einnig tennisleikur og æsandi leikrit. Við finnum minnst til streitu, þegar við vöknum á morgnana. Og við vitum full vel, hvernig við erum þá. Þá erum við hálfringluð og hreyfi- samræmi vöðva mjög lélegt. Streit- an vekur okkur og fyllir okkur orku og lífi. En svo koma erfiðleik- arnir til sögunnar, þegar við verð- um fyrir einhverri sérstakri streitu, annaðhvort andlegri eða líkamlegri, í of langan tíma í einu. Spurning: Hverjar eru verstu tegundir streitu? Svar: Hatur, innibyrgð gremja og magnvana reiði og kvíði, að mínu áliti. Þessar tegundir streitu líkjast líka mjög hver annarri. Ef við höldum aftur af eðlilega virkri rottu með valdi og leggjum hindr- anir í veg fyrir hana, má greina hinar banvænu endanlegu afleið ingar stöðugrar magnvana gremju 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.