Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 77
NOKKUR RÁÐ TIL ÞESS AÐ KOMA .. ..
75
þeim, sem hættir til að fá þann
kvilla. Ef þú veizt, að hann hefur
háan blóðþrýsting, hefurðu þannig
öruggan leiðarvísi. Þá er bara að
fá hann til þess að borða meira salt
og auka þannig blóðþrýstinginn
ennþá meira.
6. Stútfylltu hann af kaffi.
Tilraunir á byrjunarstigi benda
til þess, að mikið magn af mjög
sterku kaffi geti truflað efnaskipti
sumra. Það er að vísu ekki hægt að
treysta þessu til fulls, en þú getur
þó að minnsta kosti framkallað
svefnleysi með slíkri tilraun.
7. Bjóddu honum vindlinga.
Vindlingar eru beztu vinir og
stuðningsmenn hinnar tilvonandi
ekkju. Vindlingareykingar valda
bæði lungnakrabbameini og ýmsum
öðrum sjúkdómum í öndunarfær-
um og þar að auki hjartasjúkdóm-
um eða magna alla þessa sjúkdóma.
Þú skalt ekki hafa neinar áhyggj-
ur, jafnvel þótt miklar vindlinga-
reykingar dragi svolítið úr matar-
lyst hans. Þær gera samt meira en
að vega upp á móti hinu litla
þyngdartapi með skaða þeim, sem
þær gera á hjarta- og æðakerfinu.
8. Haltu honum vakandi sem
lengst fram á nótt.
Þreyta og svefnskortur virðist
flýta mjög fyrir brottför hans úr
þessum heimi. Sjónvarpsþættir
síðla kvölds og fram á nóttina, mik-
il veizluhöld heima fyrir og reglu-
legar heimsóknir utan heimilisins
ættu að þreyta hann sæmilega. (Þú
getur sjálf alltaf farið aftur í rúm-
ið á morgnana, eftir að þú ert bú-
in að fá hann til þess að borða
„corn flakes“ með gnægð sykurs og
feits rjóma, ásamt lummum,
skreyttum stærðar smjörklípum,
þrem steiktum eggjum og steiktu
svínsfleski).
9. Láttu hann ekki fara í sumar-
leyfisferff.
Það gæti nefnilega verið, að hann
fái þá góða líkamshreyfingu eða að
hann slaki á og hvílist, og svo
kemst hann þá líka undan elda-
mennsku þinni.
10. Jagastu við hann og skapaffu
honum áhyggjur — svona til ör-
yg'gis.
Peningar og börnin eru alveg ör-
ugg umræðuefni til þess að þjóna
þessum tilgangi. Þetta mun koma
honum til þess að drekka meira og
sofa minna. Það mun einnig hækka
blóðþrýsting hans og hafa fleiri
áhrif. Reynd eiginkona ætti að vita,
hversu langt hún getur gengið í
því að egna eiginmann sinn og
storka honum án þess að koma hon-
um alveg í burt af heimilinu (þar
sem hann fengi þá meiri hreyfingu,
minni fitu og meiri svefn —- í örm-
um einhvers annars maka, sem
hefði upp á minni streitu að bjóða).
Eiginkonan kemur arkandi tieim með holdanaut í eftirdragi og kallar
til eiginmannsins: „Elskan, komdu út og sjáðu bara, hvað ég fékk á
aðeins 49 cent pundið!"