Úrval - 01.10.1970, Page 84
Skipulögð-
listaverka-
rán
v.____________/
•X:Í')k>ÍC-Í;ok að er víst ekki haft í há-
' íK mælum að mörg lönd,
*
*
F-j sem auðug eru að forn-
(!) minjum eða listafjár-
!jóðura: verða arlef
fyrir þungum busifj-
um af völdum manna, sem stunda
skipulögð listaverkarán og hafa af
því góðar tekjur.
í Gúatemala er notazt við léttar
flugvélar og þyrlur til að flytja
stolin Maya-minnismerki úr frum-
skóginum til Bandaríkjanna eða
Evrópu. Stórar líkneskjur eða aðr-
ar fornmenjar hafa verið hlutaðar
í sundur og fluttar með rækjutog-
urum frá Mexíkó til hafna eins og
t. d. New Orleans eða á vöruflutn-
ingabílum undir landbúnaðarafurð-
um eða öðrum varningi.
í fyrra lögðu tollyfirvöldin í
Houston í Texas hald á kassa, sem
merktur var með orðinu „vélar“,
og fundu í honum um 50 parta af
Maya-minnisvarða frá Gúatemala.
Hann átti að fara til listasafns í
Houston. Stjórnvöld í Gúatemala
hafa krafizt þess, að pörtunum
verði skilað.
ítölum reiknast svo til, að þar í
landi annist „tombarolis“ (grafar-
ræningjar) um 80 prósent af öllum
uppgreftri fornminja.
Stríðið milli ísraels og Araba-
ríkjanna hefur mjög stuðlað að
auknu smygli frá Mið-Austurlönd-
um. Lögmætir hópar alþjóðlegra
fornleifafræðinga hafa neitað að
halda áfram uppgreftri á her-
numdu svæðunum án leyfis frá
Jórdan eða Arabíska sambandslýð-
veldinu, og menn óttast, að óheið-
arlegir menn fari nú ránshendi um
þessi tilteknu svæði.
Þetta voru einungis nokkur dæmi.
AÐGERÐIR UNESCO
Til að stöðva þetta smygl sam-
þykktu sérfræðingar frá rúmlega
60 löndum, sem boðnir voru til ráð-
stefnu í París af Menningar- og
vísindastofnun Sameinuðu þjóð-
anna (UNESCO), nýlega frumvarp
til alþjóðlegs sáttmála um vernd
menningarfj ársj óða aðildarríkj anna.
Frumvarpið verður lagt fyrir aðal-
fund UNESCO í október til sam-
þykktar, áður en það gengur fram
til ríkisstjórna og þjóðþinga aðild-
arríkjanna til staðfestingar.
Samkvæmt sáttmálafrumvarpinu
eiga viðurkenndir listafjársjóðir og
önnur menningarleg verðmæti í
framtíðinni að fá „vegabréf“, áður
en þau verði með löglegum hætti
flutt úr heimalandi sínu. Útflutn-
82
- FN-Nyt -