Úrval - 01.10.1970, Síða 88
86
ÚRVAL
K G B -
SVÖLUHREIÐRIÐ -
EFTIR JOHN BARRON
Vegna stadreyndasöfnunar sinnar fyrir bókina „KGB“ (Rússneska njósna-
og leyniþjónustan eða öryggislögreglan. Þýð.), sem mun bráðlega koma
út, hafa ritstjórar Reader’s Digest rannsakað ýtarlega um 70 dæmi um
tilraunir Sovétmanna tíl þess að ná tangarhaldi á útlendingum í Moskvu
og tœla þá og neyða til samstarfs. Dœmi þessi sýna, að „KGB“, risavaxna
njósna- og leyniþjónustan (öryggislögreglan), sem stjórnar í rauninni öllu
lífi manna. í Sovétríkjunum, hefur æ ofan í œ tælt útlenzka gesti og beitt
þá þvingunum til þess að fá þá til þess að gerast landráðamenn. Þeim hafa
verið gefin deyfilyf, þeir hafa verið lamdir, og þeim hefur verið komið
í ýmsar óþægilegar aðslœður og þeir tœldir til að stíga einhver víxlspor
og síðan verið reynt að þvinga þá til samstarfs með hótunum um, að annars
verði öllu Ijóstrað upp um þá. í þessari viðleitni sinni hefur KGB full-
komnað aldagömul njósnabrögð, þannig að þau hafa nú þróazt upp í að
verða sérstök ný „listgrein“, oft stórhœttulegt og banvænt vopn. Þœr
hneykslanlegu og svíðingslegv uppIjóstranir þessara stórfurðulegu að-
ferða, sem frá verður skýrt hér á eftir, hljóta að hafa þau áhrif á lesand-
ann, að hann fyllist hryllingi og reiði.
I þeim útdrœtti bókarinnar, sem hér fer á eftir, er aðallega fjallað um
eitt mál, þ.e. hvernig KGB tókst að veiða franskan sendiherra í kynferði-
lega gildru, en ýmsum, atriðum þess máls hefur verið haldið leyndum árum
saman. Það er ekki fyrr en á allra síðustu mánuðum að Reader’s Digest
hefur tekizt að komast að fullum sannleika í því máli eftir mjög ýtar-
leaar eftirgrennslanir, rannsóknir og viðtöl. Af öllum þeim málum, sem
hér er frá skýrt, er þetta mál langsamlega tilþrifamest og gefur gleggsta
innsýn í starfsaðjerðir KGB, því að upplýsingarnar hafa aðallega fengizt
frá manni, sem STARFAÐI fyrir KGB. Það vill svo til, að fórnardýrin,
sem KGB beindi örvum sínum að í þetta skipti, voru frönsk. En þar hefði
alveg eins getað verið' um að rœða utanríkisþjónustustarfsfólk HVAÐA
ANNARS ríkis sem er. Reyndar eru það oftast borgarar „Helzta óvinarins“.
sem, KGB beinir örvum sínum að, en það er nafnið, sem Bandaríkin ganga
vndir meðal starfsliðs KGB.
Sérfrœðingar í gagnnjósnum, sem verða daglega að snúast gegn sovézk-
um vélabrögðum, sem beitt er gegn erlendum gestum í Sovétríkjunum,
eru á þeirri skoðun, að almenningur um víða veröld œtti að fá að heyra
afdráttarlaust söguna um það, hvernig KGB fór með Frakka í Moskvu.
Og sú ótrúlega saga fer hér á eftir.