Úrval - 01.10.1970, Page 89
KGB — SVÖLUHREIÐRIÐ,
87
*****mMu
*r
V/
V*\
*
yl\
*
*
*
•*
A
septemberkvöldi
gekk miðaldra Rússi
svo lítiö bar á út úr
fremur lélegu gistihúsi
í Lundúnum, þar sem
hann dvaldi með nefnd
sovézkra skemmtiferðamanna. í
rakhylki sínu hafði hann falið ör-
filmur af skýrslum, sem hann hafði
skrifað að næturlagi í Moskvu um
nokkra hríð. Hann gerði sér grein
fyrir því, að fjarvera hans í gisti-
húsinu yrði uppgötvuð eftir nokkrar
mínúíur, og því flýtti hann sér eftir
Bayswatervegi og hvarf inn í
skemmtigarðinn Hyde Park. Sama
kvöldið var hann farinn að ræða við
þrjá brezka leyniþjónustumenn, en
í nánd voru margir menn, sem voru
reiðubúnir að verja líf hans. Nafn
hans: Yuri Vasilyevich Krotkov.
Starf hans fram til þessa dags:
starfsmaður KGB, rússnesku njósna-
og leyniþjónustunnar (öryggislög-
reglunnar).
Brezku leyniþjónustumennirnir
urðu alveg furðu lostnir vegna upp-
Ijóstrana Krotkovs. Skelfingin
breiddist svo út til Parísar og Wash-
inton næsta dag, er þangað bárust
áríðandi skilaboð frá Englandi.
Brátt kvaddi einn af yfirmönnum
frönsku gagnnjósnaþjónustunnar
dyra á húsi einu við hliðargötu í
Lundúnum til þess að ræða persónu-
lega við brezku leyniþjónustumenn-
ina og fá nánari upplýsingar hjá
þeim. Frakkinn varð svo óttasleg-
inn, að hann flaug aftur til Parísar
sama dag. Hann var ákveðinn í því
að sannfæra æðst.u embættismenn
ríkisins um mikilvægi þessara upp-
lýsinga, og því krafðist hann einka-