Úrval - 01.10.1970, Page 91
KGB — SVÖLUHREIÐRIÐ
89
með landráðum, er
breyttu mannkyns-
sögunni. En samt er
mikilvægi hennar í
nútímanum geysi-
mikil, því að hún
veitir Vesturlanda-
búum þá beztu inn-
sýn, er hingað til
hefur fengizt í und-
irróðurs- og njósna-
aðferðir KGB, sem
stofnun sú beitir
gegn erlendum utan-
ríkisþj ónustumönn-
um, blaðamönnum,
mennta- og frasði-
mönnum og skemmti
ferðamönnum af öll-
um mögulegum þjóð-
ernum. Og hún lýsir á lifandi hátt
þeim ofboðslegu fjármunum og
vinnu, sem yfirráðamenn sovézka
kerfisins eru reiðubúnir að leggja
í tilraunir til siðferðilegrar „fjár-
kúgunar“.
LEYNILEG ÆVISKRÁ
Ekki er vitað nákvæmlega um
þann dag, þegar KGB hóf þetta um-
sátur sitt um franska sendiráðið í
Moskvu. En það er öruggt, að á
óvenju heitum júnídegi var Yuri
Vasilyevich Krotkov boðið að. koma
til Hótel Moskvu til fundar við yfir-
mann sinn hjá KGB. Þeir áttu þar
fund í mjög þægilegu herbergi.
Krotkov hafði tekið þátt í fram-
kvæmd svo margra áætlana á veg-
um KGB á liðnum árum, að honum
fannst sem ekkert gæti komið sér á
óvart framar. En hann varð sem
þrumu lostinn, er hann heyrði fyrstu
orð Leonids Petrovich Kunavins
KGB-ofursta, sem sneri sér aíveg
umbúðalaust að, kjarna málsins.
„Við höfum nýtt verkefni handa
þér . . . sjálfan franska sendiherr-
ann!“ tilkynnti Kunavin með
hreykni í röddinni. „Við ætlum að
ná tangarhaldi á honum, hversu
langan tíma sem það tekur okkur.“
Kunavin var augsýnilega mjög
hrifinn af þessari áætlun og vildi
sýna Krotkov fram á mikilvægi og
jafnframt vanda þessa nýja verk-
efnis. „Ég segi þér það satt, að við
höfum aldrei samið áætlun, sem er
svona stór í sniðum,“ sagði hann.
„Skipunin kemur frá allra æðsta
embættinu, sjálfum toppnum. Nikita
Sergeyevich sjálfur vill, að við ná-
um tangarhaldi á honum.“
Kunavin var þekktur fyrir misk-
unnarleysi sitt og starfsáhuga. Á
knattspyrnuleik einum í Moskvu