Úrval - 01.10.1970, Side 94
92
ÚRVAL
Yury Krotkov var sannkölluð
„stjarna“ innan KGB, þegar veiða
þurfti fórnardýr í gildru. Allt frá
lokum síðari heimsstyrjaldarinnar
hafði hann reynt að lokka fjölmarga
embættismenn og blaðamenn í ým-
iss konar gildrur, þar á meðal utan-
ríkisþjónustumenn frá Bandaríkj-
unum, Ástralíu, Englandi, Kanada,
Frakklandi, Indlandi, Mexíkó, P.a-
kistan og Júgóslavíu.
Krotkov var leikritaskáld og höf-
undur kvikmyndahandrita. En allt
frá bernsku hafði líf hans verið ná-
tengt KGB, svo að segja má, að hann
hafi verið eins konar afkvæmi þess-
arar stofnunar. Hann ólst upp í
borginni Tbilisi suður í Georgíu.
Faðir hans var listmálari og móðir
hans leikkona. Árið 1936 málaði
faðir hans mynd af Lavrenti Beria,
sem var þá yfirmaður kommúnista-
flokks Georgíu. Beria hélt svo mikið
upp á þetta málverk, að hann lét
hengia eftirmyndir af því víðs veg-
ar í Sovétríkjunum, eftir að Stalín
hækkaði hann í tign og gerði hann
að æðsta yfirmanni KGB. Og Beria
hélt áfram að vera verndari lista-
mannsins alit til dauðadags hans.
Krotkov hélt til Moskvu til þess
?ð leggia stund á bókmenntir. Þar
leitaði hann auðvitað uppi gamla
KGB-vini fjölskyldunnar og vílaði
alls ekki fyrir sér að bið;a þá um
hjálp. Hann var fluttur burt frá
Moskvu ásamt skólafélögum sínum,
þegar Þjóðverjarnir sóttu fast að
borginni árið 1941 og líkur voru
jafnvel á því um tíma, að þeir tækju
hana. Átján mánuðum síðar sneri
hann aftur til borgarinnar og komst
þá að raun um, að fjölskylda ein
hafði lagt undir sig herbergi það,
sem hann hafði haft. Hann bað KGB
um aðstoð í þessu máli, og fjölskyld-
an var tafarlaust rekin úr herberg-
inu. KGB hjálpaði honum einnig til
þess að fá vinnu hjá Tass-fréttastof-
unni og síðar hjá Moskvuútvarps-
stöðinni.
KGB-menn „höfðu samband við“
Krotkov árið 1946, þegar starf hans
fór að veita honum eðlilegar að-
stæður og ástæður til þess að hitta
útlendinga og umgangast þá. Þá var
hann 28 ára að aldri. Hann var taf-
arlaust reiðubúinn að ganga í þá
deild „samvinnunjósnara“, sem er
að finna á öllum þrepum hins so-
vézka þjóðfélags. Hann fékk leyfi til
þess að halda einnig áfram bók-
menntastörfum sínum. KGB-menn
vildu reyndar, að hann næði sem
lengst á því sviði, því að hann yrði
þeim mun nytsamari því lengra sem
hann næði. En upp frá því gat hann
aldrei losnað undan taki KGB.
Sem rithöfundur, menntamaður
og vinur Boris Pasternaks og fjöl-
skyldu hans var Krotkov tekið opn-
um örmum meðal útlendinga í
Moskvu. Hann var hár og grann-
vaxinn, hafði þykkt og mikið, dökk-
brúnt hár og mjög lifandi andlits-
drætti. Hann gat talað lipurlega á
ensku jafnt og rússnesku um listir,
sögu og frægt fólk í Sovétríkjunum.
Brátt lærðist honum að notfæra sér
ákafa löngun vestrænna gesta til
þess að ná einhverium tengslum við
rússnesku þióðina.
Krotkov fékk hvað eftir annað
fyrirmæli um að hafa augun opin og
leita að laglegum stúlkum, sem KGB
gæti notað til þess að lokka útlend-