Úrval - 01.10.1970, Page 97
KGB — SVÖLVHREIÐRIÐ
95
þriðja fundi þeirra Kunavins og
Krotkovs mætti einnig KGB-foringi
einn, Boris Cherashin að nafni.
Hann lézt þá vera ungur rússneskur
utanríkisþjónustumaður, Karelin að
nafni.
Nokkrum mánuðum áður hafði
þeim Cherkashin og Orlov verið
skipað að elta hóp eiginkvenna
franskra sendiráðsstarfsmanna til
baðstaðar eins við Svartahaf, og
skyldu þeir látast vera piparsvein-
ar í sumarleyfi. Þeir höguðu ferð
sinni eftir fyrirfram gerðri áætlun,
þannig að þeir hittu frú Dejean „af
tilviljun", að því er virtist. Síðan fór
Cherkashin „að hitta“ hana öðru
hverju við ýmis tækifæri í Moskvu,
svo sem í veizlum og á sýningum.
Loks álitu KGB-menn, að hann væri
orðinn nægilega kunnugur henni til
þess að geta boðið henni í skemmti-
för með nokkrmn „vinum“ sínum,
þannig að Krotkov gæfist tækifæri
til þess að hitta hana. Frú Dejean
þá þetta boð eftir að hafa rætt það
við mann sinn, og bætti því við, að
hún ætlaði að koma með frú Gui-
baud og dóttur annars sendiráðs-
fulltrúa með sér.
Þeir Kunavin og Krotkov skipu-
lögðu nú skemmtiferðina á geysi-
lega ýtarlegan hátt. Þeir fengu til
umráða kraftmikinn herlögreglubát
í herbækistöð einni við Khimkiuppi-
lónið og feitlaginn hermann, sem
stýra skyldi bátnum. Báturinn var
hreinsaður og fægður hátt og lágt í
miklum flýti. Pöntuð voru sérstök
vín, ostar, ávextir og kökur frá
KGB-verzlunum og nokkrir úrvals-
réttir útbúnir, sem hægt yrði að
steikja í hvelli.
Krotkov gafst fyrst tækifæri til
þess að tala við frú Dejean, þegar
hún kom niður á árbryggjuna og
Cherkashin kynnti hana fyrir hon-
um. Hún hrópaði upp yfir sig: „En
hve þetta er fallegur bátrur! Eigið
þér hann?“ Krotkov brosti og svar-
aði: „Vinur minn er embættismaður
í stjórn einna af íþróttasamtökun-
um. Ég lánaði honum bílinn minn,
þegar hann fór í sumarleyfi, svo að
ég átti svolitla hönk upp í bakið á
honum... og þetta er hönkin.“
Tónninn í rödd hans gaf til kynna,
að hann væri að trúa henni fyrir
leyndarmáli. Svo bætti hann við:
„Veitist mér sú ánægja að fylgja
yður um borð og sýna yður bátinn?“
Hraði bátsins jókst, er út á ána
kom (en fylgt var nákvæmlega
þeirri leið, sem KGB hafði gefið fyr-
irmæli um). Orlov steig í vænginn
við frú Guibaud, en Krotkov ræddi
við frú Dejean.
„Segið mér frá því, hvað yður
finnst um Sovétríkin,“ sagði hann.
„Okkur finnst indælt að vera
hérna,“ svaraði hún. „Allir þeir em-
bættismenn, sem við höfum hitt,
hafa verið alveg sérstaklega liprir
og indælir við okkur.“
„Yður hlýtur að finnast Moskva
vera fremur daufleg í samanburði
við París,“ sagði Krotkov.
,„Ég elska auðvitað París,“ svar-
aði hún. „En Moskva er líka mikil
borg. Hér er líka að finna mikil-
fengleika.“
Krotkov yggldi sig dálítið. Síðan
sagði hann lægri röddu með upp-
gerðarhreinskilni: „Ætlið þér raun-
verulega að ætlast til þess, að ég
trúi því, að yður geðjist vel að öllu