Úrval - 01.10.1970, Side 98
96
ÚRVAL
því, sem þér hafið séð
í Sovétríkjunum“?
Frú Dejean hugsaði
sig um andartak, áður
en hún svaraði: „Ég er
gestur hér. Við komum
ekki hingað til þess að
gagnrýna. Við komum
til þess að stuðla að því,
að þjóðir okkar megi
verða vinveittar hvor
annarri“.
„Og ég vona, að ykk-
ur takist það“, svaraði
Krotkov. ,,En við ætt-
um að vera einlæg
hvort við annað, og því
er bezt, að ég segi yður
það, að það er margt
hér í Sovétríkjunum,
sem ég fyrirlít. Sem rit-
höfundur hefði ég á-
huga á að komast að
því, hvort sovézkur
raunveruleiki er hinn
sami í augum okkar
beggja“.
,,Nú, fyrst yður er svo
umfram að heyra álit
mitt,“ svaraði frú Deje-
an blíðlega, „vildi ég
minnast á einn mun í fari Frakka
og Sovétmanna. Samræður yfir glasi
af víni nægja til þess að koma
Frakka í byltingarhug. En þjóð yðar
virðist reiðubúin til þess að þola og
afbera hvað sem er. Mér finnst það
vera dapurlegt, þegar þjóð glatar
hæfileikanum til þess að reiðast og
tjá reiði sína“.
„Ég sé á öllu, að við eigum eftir
að verða góðir vinir,.“ sagði Krotkov.
Báturinn rann upp að lítilli
bryggju á óbyggðri, gróðursælli
eyju nálægt Pestovskoveuppistöðu-
lóninu. Njósnararnir og hinir
frönsku gestir þeirra skoðuðu eyj-
una, syntu og snæddu ljúffengan
mat. Frú Dejean krafðist þess, að
„njósnarinn“, sem stýrði bátnum,
tæki þátt í borðhaldinu og steikti
sjálf mat handa honum.
Léttu vínin og konjakið höfðu þau
áhrif á þau, að þau urðu kát og
fjörug. Þau hlógu og sungu á heim-