Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 101

Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 101
KGB — SVÖLUHREIÐRIÐ 99 trúði Gribanov sendiherranum fyrir réttum upplýsingum, sem voru þess eðlis, að þær gætu reynzt sendiherr- anum gagnlegar. En Vera tók að venja frú Dejean við það að vera fjarvistum frá eiginmanninum með því að fara með hana í ferðir út úr borginni „til þess að sjá landið“. SVÖLURNAR ÞRJÁR Samtímis þessu hélt Krotkov áfram að rækta kunningsskap þeirra frú Dejean og síns eigin hóps dul- búinna njósnara. En þau likamlegu tengsl, sem KGB-menn vildu, að kæmust á á milli þeirra, mynduðust samt aldrei. Svo langt þróaðist kunningsskapurinn aldrei. Og við hádegisverð í íbúð frú Guibauds drakk Orlov eitt sinn svo mikið, að hann sofnaði út af dauðadrukkinn og hrjótandi. Hljóðnemar KGB skýrðu KGB-mönnum frá nægilega miklu til þess, að þeir neyddu Gri- banov, sem varð bálreiður, til þess að útiloka Orlov frá framkvæmdum þessum fyrir fullt og allt. f ársbyrjun 1958, eða um 18 mán- uðum eftir að umsátrið um franska sendiráðið hófst, höfðu þannig eng- ar af hinum upprunalegu KGB- áætlunum um að veiða Frakkána í gildru, heppnast enn þá. En samt hafði þýðingarmiklum áfanga verið náð, þar eð vinátta hafði tekizt milli Krotkovs og frú Dejeans. Gribanov ákvað nú að notfæra sér þessa vin- áttu til þess að láta Krotkov skipu- leggja fall Dejeans. Hann átti nú að útbúa gildruna fjrrir sendiherrann. Gribanov fór því að svipast um eftir réttri konu til slíks starfs. Gribanov valdi Lydiu Khovans- kaya, mjúklega og lostalega vaxna og tælandi fráskilda konu með hindaraugu. Hún hafði tamið sér vestræna siði og háttu og náð prýði- legum tökum á frönskunni í París, þar sem fyrrverandi maður hennar hafði unnið á vegum rússnesku leyniþjónustunnar. Gribanov not- færði sér snjallt bragð til þess að koma henni í kunningsskap við De- jean. Hann notfærði sér raunveru- lega löngun Frakkanna til þess að bæta menningartengsl þjóðanna. Hann „fór fram á“ það, að Menn- ingarmálaráðuneytið hefði sérstaka kvikmyndasýningu á ballettmynd- inni „Giselle" og byði til hennar sendiherranum og helztu aðstoðar- mönnum hans undir því yfirskyni, að þeim skyldi þannig veitt tækifæri til þess að hitta framámenn og þekkt listafólk í sovézkum kvikmyndaiðn- aði. Krotkov fékk það hlutverk að gerast kynnir. Og hann útbjó lista yfir þá rússnesku gesti, sem skipað var að sækja sýningu þessa. Á hon- um gat að líta nafnið „Lydia Kho- vanskaya, þýðandi". KGB tryggði sér einnig þjónustu um tylftar ball- ettdansmeyja frá Bolshoiballettin- um, þar á meðal hinnar frægu Mayu Plisetskaya, til þess að „flikka svo- lítið upp á“ sýninguna. Kvikmyndasýning þessi var hald- in í gömlu stórhýsi við Gnetdni- kovskigötu. Lydia var látin sitja við hlið Dejeans. Hún var með nýja hárgreiðslu, og af henni var þægi- leg ilmvatnslykt. Hún þrýsti sér léttilega að honum eða lét hár sitt strjúkast við andlit honum líkt og af tilviljun öðru hverju, meðan á sýningu stóð, og hvíslaði að honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.