Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 101
KGB — SVÖLUHREIÐRIÐ
99
trúði Gribanov sendiherranum fyrir
réttum upplýsingum, sem voru þess
eðlis, að þær gætu reynzt sendiherr-
anum gagnlegar. En Vera tók að
venja frú Dejean við það að vera
fjarvistum frá eiginmanninum með
því að fara með hana í ferðir út úr
borginni „til þess að sjá landið“.
SVÖLURNAR ÞRJÁR
Samtímis þessu hélt Krotkov
áfram að rækta kunningsskap þeirra
frú Dejean og síns eigin hóps dul-
búinna njósnara. En þau likamlegu
tengsl, sem KGB-menn vildu, að
kæmust á á milli þeirra, mynduðust
samt aldrei. Svo langt þróaðist
kunningsskapurinn aldrei. Og við
hádegisverð í íbúð frú Guibauds
drakk Orlov eitt sinn svo mikið, að
hann sofnaði út af dauðadrukkinn
og hrjótandi. Hljóðnemar KGB
skýrðu KGB-mönnum frá nægilega
miklu til þess, að þeir neyddu Gri-
banov, sem varð bálreiður, til þess
að útiloka Orlov frá framkvæmdum
þessum fyrir fullt og allt.
f ársbyrjun 1958, eða um 18 mán-
uðum eftir að umsátrið um franska
sendiráðið hófst, höfðu þannig eng-
ar af hinum upprunalegu KGB-
áætlunum um að veiða Frakkána í
gildru, heppnast enn þá. En samt
hafði þýðingarmiklum áfanga verið
náð, þar eð vinátta hafði tekizt milli
Krotkovs og frú Dejeans. Gribanov
ákvað nú að notfæra sér þessa vin-
áttu til þess að láta Krotkov skipu-
leggja fall Dejeans. Hann átti nú að
útbúa gildruna fjrrir sendiherrann.
Gribanov fór því að svipast um eftir
réttri konu til slíks starfs.
Gribanov valdi Lydiu Khovans-
kaya, mjúklega og lostalega vaxna
og tælandi fráskilda konu með
hindaraugu. Hún hafði tamið sér
vestræna siði og háttu og náð prýði-
legum tökum á frönskunni í París,
þar sem fyrrverandi maður hennar
hafði unnið á vegum rússnesku
leyniþjónustunnar. Gribanov not-
færði sér snjallt bragð til þess að
koma henni í kunningsskap við De-
jean. Hann notfærði sér raunveru-
lega löngun Frakkanna til þess að
bæta menningartengsl þjóðanna.
Hann „fór fram á“ það, að Menn-
ingarmálaráðuneytið hefði sérstaka
kvikmyndasýningu á ballettmynd-
inni „Giselle" og byði til hennar
sendiherranum og helztu aðstoðar-
mönnum hans undir því yfirskyni,
að þeim skyldi þannig veitt tækifæri
til þess að hitta framámenn og þekkt
listafólk í sovézkum kvikmyndaiðn-
aði. Krotkov fékk það hlutverk að
gerast kynnir. Og hann útbjó lista
yfir þá rússnesku gesti, sem skipað
var að sækja sýningu þessa. Á hon-
um gat að líta nafnið „Lydia Kho-
vanskaya, þýðandi". KGB tryggði
sér einnig þjónustu um tylftar ball-
ettdansmeyja frá Bolshoiballettin-
um, þar á meðal hinnar frægu Mayu
Plisetskaya, til þess að „flikka svo-
lítið upp á“ sýninguna.
Kvikmyndasýning þessi var hald-
in í gömlu stórhýsi við Gnetdni-
kovskigötu. Lydia var látin sitja við
hlið Dejeans. Hún var með nýja
hárgreiðslu, og af henni var þægi-
leg ilmvatnslykt. Hún þrýsti sér
léttilega að honum eða lét hár sitt
strjúkast við andlit honum líkt og
af tilviljun öðru hverju, meðan á
sýningu stóð, og hvíslaði að honum