Úrval - 01.10.1970, Page 102

Úrval - 01.10.1970, Page 102
100 ÚRVAL þýðingum á samtölunum í mynd- inni. En á eftir lét hún sendiherrann samt Krotkov eftir og einbeitti sér að þýðingum fyrir frú Dejean. Þrem dögum síðar hringdi Krot- kov í frú Dejean í sendiráðinu og blekkti hana undir fölsku yfirskyni til þess að hjálpa sér til að koma í kring öðrum fundum milli sendi- herrans og Lydiu. „Ég ætla að hglda kvöldverðarboð á föstudaginn," hóf hann máls. „Vinir mínir voru svo hrifnir af sendiherranum, og það væri mér sannur heiður, ef ég gæti talið ykkur bæði á að koma.“ Svo bætti hann við: „Já, meðal annarra orða, Marie-Claire, ég er nýbyrjað- ur að starfa við töku kvikmyndar- innar „Dubrovski“, sem Frakkar og Rússar ætla að vinna að í samein- ingu. Það mundi því ekki beinlínis skemma neitt fyrir mér, ef ég sæist í félagsskap sendiherrans." „Ó, ég er viss um, að við munum taka boðinu með ánægju, Yury,“ svaraði hún. KGB lét taka frá aðalborðsalinn á Pragaveitingahúsinu og skipulagði þar dýrlegan kvöldverð. Aðaltil- gangur þessa kvöldverðarboðs var að vísu sá að veita Lydiu frekara tækifæri til þess að töfra sendiherr- ann og tæla. En þeir Kunavin og Krotkov höfðu samt ákveðið að „bjóða“ honum tvær aðrar svölur til þess að velia úr. Þeir völdu þær Nadyu Cherednichenko og Larissu Kronber-Sobolevskaya, báðar stór- glæsilegar, ljóshærðar leikkonur, sem komnar voru að þrítugu. Krot- kov þekkti þær vel. Hálftíma fyrir kvöldverðinn kom Kunavin KGB-njósnurum fyrir víðs vegar á veitingahúsinu, svo að þeir gætu haft eftirlit með veizlunni og veizlugestum og gætt þess, að þeir yrðu ekki truflaðir. Svölurnar þrjár geisluðu af kyntöfrum. Leikrita- skáldið George Midivani, annar vel- þekktur listamaður, sem er „sam- vinnunjósnari“ KGB, skapaði þarna léttúðarkennt andrúmsloft með hnyttnum skálaræðum, þar sem hann henti gaman að sósíalisman- um. Dejean, er hegðaði sér sem snjöllum og vingjarnlegum, hátt- settum utanríkisþjónustumanni sæmdi, tók að leika á als oddi vegna þess andrúmslofts, er þarna ríkti. Hinar fögru konur kyntu undir gleði hans, og hann dansaði léttilega við þær allar. Hann skemmti sér svo vel þetta kvöld, að hann bauð öllum viðstöddum í kvöldverðarboð í sendiráðinu í næstu viku. „ÞAU HAFA LÁTIÐ TIL SKARAR SKRÍÐA" í kvöldverðarboði þessu voru De- jeanhjónin svo innileg og eðlilega gestrisin á sinn aðlaðandi hátt, að þeim tókst næstum að fá þau Krot- kov, Midivani og svölurnar þrjár til þess að gleyma sínum raunveruiegu hlutverkum. Dejeanhjónin voru innilega glöð yfir því að vera á með- al Rússa, sem þau álitu vera vini. Þau sýndu gestunum sendiráðið, sem var búið dýrlegum frönskum húsgögnum í görrdum stíl. Þau hlustuðu á sígilda tónlist og dreyptu á kampavíni eftir að hafa snætt ak- urhænu. Dejean daðraði við allar svölurnar og sýndi áhuga á þeim með því að spyrja þær spurninga um einkalíf þeirra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.