Úrval - 01.10.1970, Síða 105

Úrval - 01.10.1970, Síða 105
KGB — SVÖLUHREIÐRIÐ 103 hann yrði að vera í stöðugum rann- sóknarleiðöngrum fjarri Moskvu og væri því sjaldan heima. Lora var sú stórkostlegasta ásýnd- um af öllum svölunum. Hún var leggjalöng og tælandi. Hún hafði fagurt, barnslegt andlit, og hlátur hennar bjó yfir ómótstæðilegum töfrum. Jafnvel KGB-mönnum hafði ekki tekizt að sveigja ofsafengna, þrjózka og ögrandi skapgerð hennar að full að vilja sínum. Hún hafði ekki opinbert leyfi til þess að dvelja í Moskvu, en það þýddi aftur á móti, að hún gat ekki fengið þar herbergi. Því átti hún stöðugt vof- andi yfir höfði sér brottrekstur úr borginni. Hún lifði frá degi til dags og flögraði frá einu ástarævintýrinu til annars. Einstaka sinnum saup hún heldur mikið á, og stundum gerðist hún svo ósvífin, að hún kom drukkin og hálfklædd í kvikmynda- upptökusalina. „Þú verður að fara nákvæmlega eftir öllum fyrirmælum í þetta skipti, svona rétt til tilbreytingar,“ sagði Gribanov við hana. „Þú mátt ekki aðhafast neitt, sem við höfum ekki gert áætlun um fyrirfram og samþykkt örugglega." Lora brosti og horfði beint í augu honum. Svo sagði hún: „Það þarf enginn að kenna mér, hvernig ég á að meðhöndla karlmann.“ Gribanov bældi niður reiði sína og færði henni þau skilaboð, sem KGB-menn álitu, að ein gætu tamið hana og haldið henni í skefjun. Hann bætti kæruleysislega við: „Ef þú hlýðir raunverulega öllum fyTÍr- skipunum og þér tekst þetta, skal ég sjá um, að þú fáir herbergi, gott herbergi. Og við munum ekki krefj- ast þess, að þú starfir fyrir okkur framar." Lydia hvarf nú af sjónarsviðinu, en Lora tók þess í stað að sækja fjölmargar veizlur, sem Krotkov hélt sendiherranum. Síðla í júní- mánuði hvíslaði Lora að Krotkov eftir glæsilegt hádegisverðarboð á heimili George Bryantsevs, fyrr- verandi ofursta innan KGB: „Fljót- ur nú! Farðu með mig í íbúðina í hvelli. Sendiherrann bað mig um að fá að heimsækja mig þangað eftir klukkustund!" Þetta síðdegi hóf Dejean ástaræv- intýri, sem var ástríðufyllra og villt- ara en tengsl þau, sem myndazt höfðu milli þeirra Lydiu. Lora, sem jós yfir hann ást og blíðu í þeirri von, að hann endurgyldi í sömu mynt, sigraði hann algerlega, Gri- banov ákvað nú, að nú væri kom- inn tími til að framkvæma að fullu þá áætlun, sem KGB hafði unnið að í tvö ár. Sérstökum varðmönnum var komið fyrir á réttum stöðum, og tæknimenn KGB komu fyrir út- varpssenditækjum í íbúð þeirri, sem lá að íbúðinni, sem Lora notaði í þessu augnamiði. Dag einn hringdi Krotkov í De- jean. „Herra sendiherra,“ sagði hann. „Ég lofaði Marie-Claire, að ég mundi hafa ofan af fyrir þér, meðan hún væri fjarverandi úr borginni. Hvað segirðu um skemmti- ferð á morgun? Ég ætla að koma með konu, sem er sérstök vinkona mín, og. svo Loru og . . Krotkov þurfti ekki að Ijúka setningunni. Dejean þáði boðið tafarlaust, er Krotkov nefndi nafn Loru,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.