Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 107
KGB — SVÖLUHREIÐRIÐ
105
um umhverfis staðinn, sem útiborð-
haidið fór fram á. Misha, sem leika
átti „eiginmann“ Loru, og Kuna-
vin, „vinur“ hans, voru klæddir sem
jarðfræðingar í könnunarleiðangri
og höfðu jafnvel bakpoka á baki.
Um mitt síðdegi stakk Krotkov
upp á því við sendiherrann, að þeir
héldu aftur til borgarinnar, þvi að
hann minntist þess, að honum hafði
verið skipað að fara nákvæmlega
eftir tímaáætlun KGB. Þegar þeir
voru í um 10 mílna fjarlægð frá
borginni, sá Krotkov í bakspeglin-
um, að bíll sendiherrans hafði stanz-
að. Hann hemlaði, fór út og flýtti
sér til Dejeans. „Hvað er að?“
spurði hann.
„Það er ailt í þessu stakasta lagi“,
sagði Dejean og brosti út að eyrum.
„Lora hefur bara ákveðið að fá sér
sundsprett í tjörninni þarna.“
Krotkov varð bæði reiður og ótta-
sleginn í senn. Hann tók á öllu, sem
hann átti til, til þess að missa ekki
stiórn á sér, og sneri sér að Loru:
„Heyrðu, góða mín, hvers vegna ætti
svona falleg stúlka að fara að synda
í skítugri nautgripatjörn?“
Lora hló bara að honum. Það var
augsýnilegt, að vínið, sem hún hafði
drukkið við útiborðhaldið, var nú
farið að segja til sín. Svo byrjaði
hún að tína af sér spjarirnar.
Gribanov varð alveg fokvondur,
er honum bárust fréttirnar af dutt-
lungum hennar, en þær höfðu verið
sendar honum með sendistöð, sem
staðsett var í eftirlitsbíl KGB nálægt
bílunum tveim. Hann æddi um ibúð-
ina og öskraði: „Þessi hóra! Ég vissi,
að við gætum ekki notað hana til
þess arna. Ég segi ykkur það satt,
OTHAR HANSSON,
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Othar Hansson er fæddur 9.
.iúní 1934 í Reykjavík. Foreldr-
ar hans eru Hans Andreas Niel-
sen og Arndís Skúladóttir.
Othar lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskóla Islands 1954 og
BSc-prófi í fiskiðnaðarfræði frá
University of Washington 1958.
Hann starfaði sem fiskiðnaðar-
fræðingur hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna 1959—62, en
var síðan framkvæmdastjóri
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar í
eitt ár. 1963—66 var hann sölu-
stjóri SH í London, en er nú
framkvæmdastjóri Icelandic
Fishproducts, fyrirtæki SÍS í
Harrisburg i Bandaríkjunum.
— Othar er kvæntur Elínu Þor-
björnsdóttur.
v______________________________________________y