Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 111

Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 111
KGB — SVÖLUHREIÐRIÐ 109 stigi að lokum yfir þröskuld land- ráðanna, en þaðan yrði síðan ekki aftur snúið. Samkvæmt KGB-áætluninni átti Gribanov aðeins að styrkja vináttu sína við Dejean fyrst um sinn. Því betri vinir sem þeir yrðu þeim mun auðveldara yrði fyrir Gribanov að gera upp sakirnar við Dejean síðar í París. Gribanov skipaði svo fyrir, að sendiherrann skyldi nú fá að njóta félagsskapar Lydiu að nýju, svo að honum liði sem bezt og hann yrði ánægður. „Dejean er meinilla við. að lifa bara á föstumat“, sagði Kunavin við Krotkov þessu til skýr- ingar. í hlutverkum sínum sem Gor- bunovhjónin buðu þau Gribanov og Vera Dejeanhjónunum enn oftar heim og út en áður og veittu þeim af mikilli rausn. Þau fóru með þau í ferðalag til Svartahafs og dvöldu þar í sumarhúsi í eigu ríkisins. Síð- an fóru þau með þau í tveggja vikna ferðalag um Eystrasaltslýðveldin, sem útlendingum er yfirleitt bann- að að heimsækja. Gribanov minntist nú aldrei á ástarævintýri Dejeans og Loru. Sendiherrann gerði sér heldur aldrei grein fyrir því, að hans góði vinur, Gorbunov, sem hann ræddi oft við og trúði fyrir ýmsu, var í rauninni hershöfðingi, sem stjórnaði 2. aðal- deild KGB. Hann grunaði heldur aldrei, að Lydia væri KGB-njósn- ari, sem skýrði KGB-mönnum frá hverju hans orði og verknaði. Meðan Gribanov sá sjálfur um sendiherrann, hélt Krotkov áfram að snuðra um ýmsa aðra sendiráðs- starfsmenn ásamt ýmsum öðrum KGB-njósnurum í leit að einhverj- um snöggum blettum, sem þeir gætu notfært sér. Og sumarið 1961 fundu þeir líka snöggan blett. Louis Gui- baud og Ginette kona hans, sem KGB-menn höfðu einnig setið um i upphafi framkvæmdar Dejeanáætl- unarinnar, höfðu farið frá Rússlandi árið 1958. En þau höfðu snúið þang- að aftur til þess að gegna skyldu- störfum við sendiráðið. Og með hjálp hljóðnema, sem faldir voru í íbúð þeirra, komust KGB-menn að því, að þau rifust oft og illilega. í augum KGB-manna var þetta merki um, að þeir gætu hafið sóknina gegn þeim. Þeir fóru eins að og í Dejean- málinu. Þeir létu hverja svöluna á fætur annarri verða á vegi Gui- bauds, þangað til einni tókst að tæla hann til fylgilags við sig. Ástarævin- týri þeirra blómstraði og dafnaði, þangað til dag einn í byrjun sumars árið 1962, er þrír borgaralega klædd- ir menn héldu á fund hans. Þeir voru kurteisir, en gengu samt beint til verks. Þeir lögðu bunka af hneykslanlegum ljósmjmdum á borðið fjmir framan hann, og voru myndirnar teknar á ástafundum hans og svölunnar. Svo buðu þeir honum grimmilegt val. Annað hvort yrði hann að vinna með KGB eða þeir gerðu þetta að opinberu hneyksli, sem mundi setja opinber- an smánarblett á hann. Ginette fann fljótt, að það var eitthvað, sem kvaldi mjög eigin- mann hennar. Þ. 30. júlí varð hún svo áhyggjufull, nokkrum augna- blikum eftir að hann fór til vinnu, að hún ákvað að elta hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.