Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 113

Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 113
KGB — SVÖLUHREIÐRIÐ Íll eitra samskipti meðal þessara þjóða og bægja gruni frá þýðingarmiklum sovézkum njósnurum með því að beina honum að saklausum manni? í stuttri fréttaklausu þ. 9. febrúar árið 1964 tilkynnti Parísarblaðið Le Monde, að Maurice Dejean sendi- herra væri að snúa heim frá Sovét- ríkjunum. Enn fremur skýrði það frá því, að brottför hans einkenndist af „andrúmslofti vingjarnleika, sem er að nokkru leyti að þakka þeim persónulegu tengslum, sem herra Dejean tókst að mynda við leiðtoga Sovétríkj anna á átta ára dvöl sinni í Moskvu.“ Heimför hans virtist al- gerlega eðlileg, vegna þess að hann hafði dvalið svo lengi í Moskvu. Við heimkomu sína var Dejean yfirheyrður miskunnarlaust af mönnum frönsku gagnnjósnaþjón- ustunnar með mikilli leynd, og stóðu yfirheyrslur þessar marga daga. Þeir grannskoðuðu allar skýrslur, sem hann hafði sent frá Moskvu. Þeir spurðu samstarfsmenn hans í þaula, einnig frú Guibaud og fjölda annarra, sem nefndir voru í skýrsl- um Krotkovs. Eftir að hafa metið allar þessar upplýsingar, ályktaði franska leyni- þjónustan, að frásögn Krotkovs væri sönn, hvað öll þau atriði snerti, er máli skiptu. En hún gat samt ekki fundið neina sönnun þess, að Dejean hefði framkvæmt nokkuð það, sem skoða mætti sem skort á hollustu við Frakkland. KGB-menn höfðu gert alít of mikið úr aðstöðu hans hjá de Gaulle. Með því að bíða eftir því, að Dejean fengi einhverja himinháa stöðu, sem de Gaulle ætlaði sér reyndar aldrei að skipa hann í, höfðu KGB-menn glatað tækifær- inu til þess að notfæra sér tangar- hald það, sem þeir höfðu náð á sendiherranum. Krotkov var enn í haldi hjá Bret- um. Og er þeim var tilkynnt, að saga hans væri sönn, þurftu þeir nú að taka ákvörðun um, hvað gera skyldi við hann. Krotkov útskýrði það af miklum fjálgleik, að hann hefði afsalað sér landi sínu og menningu þess til þess að hreinsa sig með uppljóstrunum sínum af því illa, sem hann hefði gert á starfs- ferli sínum. En njósnasérfræðingar Vestur- landa höfðu samt ofboðslegar áhyggjur af hugsanlegum áhrifum þessarar uppljóstruðu sögu Krot- kovs, jafnvel þótt hún væri sönn. Þeir höfðu orðið að horfa upp á það máttvana og örvæntingarfullir, að KGB nálgaðiststöðugthið endanlega takmark Sovétríkjanna að fá Frakk- land til þess að hætta samstarfinu við hin Vesturveldin. í París reyndu KGB-njósnarar og útsendarar stöð- ugt að kynda undir og magna fyrri ágreiningsefni og óánægju de Gaull- es, sem hann bjó yfir frá fyrri tíð vegna samskipta sinna við Englend- inga og Bandaríkjamenn á stríðsár- unum, en þau samskipti höfðu oft verið erfið. Einmitt sömu dagana og Krotkov var að skýra frá sögu sinni, voru KGB-menn að, reyna að sann- færa de Gaulle um, að Bandaríkja- menn og Bretar væru enn að gera samsæri gegn honum. Bretar óttuð- ust, að leyfðu þeir að sagan yrði birt opinberlega, mundi de Gaulle halda, að þeir væru að gera sam- særi gegn honum að nýju, í þetta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.