Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 117
KGB — SVÖLUHREIÐRIÐ
115
sem þau hafa orðið að þola. Þannig
fréttir almenningur sjaldan um sov-
ézkar tilraunir til þess að veiða
menn í gildru, nema í þeim tilfell-
um, er einhver njósnari hættir að
starfa fyrir KGB og gengur Vestur-
veldunum á hönd, eða einhver sér-
stök áætlun KGB mistekst. Aðeins
KGB-menn vita, hversu oft þeir
hafa haft heppnina með sér í því
dulda stríði, sem stofnun þessi heyr
gegn útlendingum, sem hún kemst í
tæri við.
Systir mín gekk ósköp hægt fram hjá kjötkæliborðunum í risakjör-
búðinni og leið sálarkvalir við að lesa verðið á pökkunum. Hún reyndi
að finna eitthvað, sem hún hefði efni á að kaupa. Þegar hún deit af
kjötinu, kom hún auga á aðra konu, sem var þarna í sömu erindum.
Þegar þær mættust, tóku þær samtímis eftir svolitlum polli á gólfinu
fyrir framan eitt kæliborðið. Konan leit á ofsaverðið á kjötinu í skápn-
um, síðan á pollinn og tautaði svo: „Þetta ihljóta að vera tár.“
Frú Charles Harter.
Eiginkonan segir við eiginmanninn: „Ég er alls ekki að reyna að
byrja nýtt rifrildi... Þetta er það sama.“
Eiginmaður segir við mann frá skoðanakönnuninni, sem barið hefur
að dyrum og leitar álits hans: „Augnablik. Ég vil, að konan mín viti,
að einhver hefur áhuga á mínum skoðunum."
Auglýsing fyrir smábíl: „Hann gerir það að verkum, að húsið yðar
virðist stærra.“
Stúlku getur vel iærzt að elska mann. Það er bara undir því komið,
hversu miklu hann er reiðubúinn að eyða í mennt.un hennar."
Bankastjórinn segir við viðskiptavininn, sem er nýbúinn að fá lán í
bankanum: „Lánbeiðni yðar hefur verið samþykkt. Nú iþurfið þér bara
annað lán til þess að standa straum af vöxtunum af þessu láni.“
Hippastelpa segir við hippastrák: „Auðvitað elska ég þig! Það var þó
heimskuleg spurning! Ég elska alla!“
Sjö ára strákur segir við jafnaldra sinn: „Ég er nú næstum alveg
farinn að skilja foreldra mína. En það ihefur tekið mig allt lífið að
gera það.“
Sállæknirinn segir í aðfinnsluróm við sjúklinginn, sem liggur endi-
langur á viðtalsbekknum: „Enginn, sem hefur efni á mínum taxta, getur
verið algerlega misheppnaður maður!"