Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 121

Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 121
þessum hluta árinnar, sem kallast Silungasvæði, enda fullur af ís- lenzkri bleikju og urriða. Stengur á Silungasvæðinu teljast ekki með í laxveiðinni, og veiðimenn eru hvatt- ir til að veiða eins og þeir geta af bleikju og urriða til að draga úr ásókn þessara fiska í laxaseiðin. Ofan við Kirkjuhólmafljótið eru enn 18 til 20 kílómetra löng fljót sem skipt er í þrjú veiðisvæði, og eru allmargir góðir hyljir á hverju þeirra, hver um sig með sín sérstöku einkenni. Öll þessi vitneskja var nú heldur óljós í huga mér fyrsta kvöldið, samruni af orðum og landabréfum og nöfnum á veiðistöðum, — Detti- foss, Torfuneshylur, Grettishylur, Bleikjufljót, Grímstunguhylur, Ár- mótahylur, Saurbæjarhylur, For- setahylur og Bjarnarsteinn voru að- eins nokkur þeirra. Fiskurinn gekk seint, var okkur sagt, næstum tveimur vikum síðar en venjulega, vegna þess hve voraði seint og illa vegna hafíssins, sem við höfðum séð við ströndina. Það hafði sézt talsvert af fiski í Hnausakvíslinni og Hólakvörninni, fyrir neðan Flóð- ið, en mjög fáir laxar höfðu gengið á efri veiðisvæðin. Framan við veiðihúsið breiddi litla stöðuvatnið úr sér, lognslétt í grárri dagsbirtu miðnæturinnar; skýin héngu lágt með dökkri fjallshlíðinni handan dalsins, heiðlóa kvakaði úti í móan- um skammt frá. Þetta var nóg til að sofna viö — nýtt land, nýtt fljót, nýir fuglar. ókunnir fiskar, þúsund spurningar sem næsta vika eða tíu dagar kynnu að svara. Stundum finnst mér að flugu- veiðimaður nútímans eigi úr alltof mörgum veiðifærum að velja. Gest- gjafi okkar. Ashley Cooper majór, hafði mælt með 12 til 14 feta tví- hendisstöngum, tvíkrækjuflugum í stærðunum frá 6 til 9, með fáein- um stærri, upp í 2/0, og taumum með 9 til 16 punda styrkleika. Ég hef notað stórar stengur nóg til þess, að ég kýs miklu heldur níu feta langar einhendisstengur, eða styttri, ef hægt er með nokkru móti að komast af með þær, svo að ég hafði með mér tvær langar stengur og þrjár einhendisstengur. Ég átti fullkomið úrval flugna af öllum gerðum og stærðum, og var haldinn óæskilegri forvitni um áhrif stál- hausflugna á Atlantshafinxlsa bmb hausflugna á Atlantshafslaxinn, og dálítið skynsamlegri forvitni um hrifnæmi íslenzka laxins gagnvart þurrflugum. Laxinn í Norður-Ame- ríku er hrifinn af þeim, en Evrópu- laxinn virðist ekki vera það; skyldi íslenzki laxinn fara þarna bil beggja? Loks hafði ég með mér sökkvilínu, millilínur, flotlínur, og eina „blaut-hauss“-línu. Þessi ving- ulsháttur var afsakanlegur vegna þess, að tvíkrækjurnar, sem mælt var með við mig, bentu til þess, að fiskurinn kynni að taka á djúpu, en smæð þeirra benti aftur á móti til þess, að beir kynnu að halda sig upp undir vatnsskorpunni. Ég hefði betur skilið mest af þessu dóti eftir heima, en stangarveiðimaðurinn 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.