Úrval - 01.10.1970, Page 125
VATNSDALSÁ ....
123
ofanverðan hylinn fór maður strax
upp úr ánni og ofaneftir til þess að
koma burtu frá tökustaðnum. Flest-
ir fiskanna eru fremur seinir að
bregðast við önglinum; þeir dokuðu
við örlitla stund, á meðan veiðimað-
urinn var að hafa sig á þurrt land
og niður með hylnum. Þegar þeir
fundu fyrir önglinum að nokkru
ráði, tóku þeir tvær eða þrjár rösk-
legar rispur, góðan spöl út með
undirlínunni, stukku stundum hátt
upp úr vatninu svo að hvítt iöðrið
stóð um þá í vatnsskorpunni, og
linntu alls ekki á sprettinum. Einn
14 punda lax tók fimm þess háttar
spretti og fór út með að minnsta
kosti 40 metra af undirlínunni í
hvert skipti.
Að svo búnu náðust þeir venju-
lega nær bakkanum svo að manni
fannst þeir hlytu að vera gefin
bráð — að minnsta kosti fannst
mér það í byrjun. Maður gat lyft
þeim, velt þeim, og jafnvel stöðv-
að skyndilegan sprett með fluglín-
unni einni saman. En að koma þeim
í háfinn eða upp á þurrt land var
allt annað mál. Það var eins og
þeir yrðu aldrei þrotnir að kröft-
um, og þegar aðeins er eftir stutt
lína úti eru lokasprettirnir alltaf
hættulegir. Það var ákaflega æsandi
leikur að háfa þessa fiska á eigin
spýtur. Það var freistandi að reyna
of snemma og koma þeim í háfinn
í stað þess að bíða þar til úr þeim
væri öll þrjózkan og mótspyrnan,
sem gat svo auðveidlega fengið út-
rás í nýjum spretti. Hver tilraun
til að koma háfnum undir fiskinn
aftan frá, þó svo hann væri kominn
á hliðina* var vís með að æsa hann
upp í aðra striklotu fram á undir-
línu og ef til vill ofan úr hylnum.
Að teyma fiskinn yfir háfinn, í
þeirri von að geta lyft honum eins
og silungi, var jafn vonlaust, og það
eins þótt hausinn á honum væri
kominn inn yfir miðjan háf, þá
skynjaði hann hættuna á andartak-
inu, þegar þú ætlaðir að lyfta háfn-
um og forðaði sér. Aleina leiðin var
sú, að beina honum að háfnum, og
láta hann synda inn í hann sjálfan.
Og jafnvel þetta var ekki hættu-
laust. Einn af fiskunum, sem ég
kom í háfinn með þessum hætti,
synti á netið af slíku afli, að hann
svipti gjörðinni með netinu af skaft-
inu. Þetta var yfir djúpu vatni. É'g
greip eftir netgjörðinni og fiskin-
um og hrasÉ’aði um leið svo að ég
kom niður á sitjandann í vöðlun-
um. Enn fálmaði ég eftir netgjörð-
inni þar sem ég sat, og náði nú taki
á henni og fiskinum, en ég blotn-
aði heldur betur.
Þessi síðustu erfiðu andartök juku
alin við gleði mína af veiðunum,
É'g hef vanizt fiskum, sem þreyta
sig á tiltölulega langri línu og frem-
ur auðvelt er að hemja, þegar þeir
nást upp að landi.
É'g gæti skrifað miklu meira um
Hnausakvíslina sem er í senn auð-
veldur hylur og mikill veiðistaður.
Ég sá hann aldrei fisklausan og fór
aldrei svo frá honum, að ég vissi
ekki, að ég hefði getað fengið einn
í viðbót. Og ég held, að ég hafi
fundið lausnir.a um það er lauk.
Einn morguninn missti ég fjóra
fiska í röð, alla þegar ég var kom-
inn með þá að háfnum, á Blue
Charm númer 6. Þá hafði ég vit á