Úrval - 01.10.1970, Side 130
/ vanþróuðu löndunum er
dánartala barna á aldrinum 1—4
ára 20 sinnum hœrri en á
Norðurlöndunum.
Orsakir barnadauða
*
*
i
D
*
ánartala barna á aldrin-
um 1—4 ára er senni-
lega 20 sinnum hærri
vfí í vanþróuðum löndum
en til dæmis á Norður-
löndum, í Frakklandi eða Ástralíu.
Þessa niðurstöðu er að finna í ný-
útkominni handbók frá Matvæla-
og landbúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna (FAO), sem nefnist Manu-
al on Food and Nutrition Policy.
í handbókinni er leitazt við að setja
matvæla- og næringarvandamálin
inn í stærra efnahags- og félags-
legt þróunarsamhengi.
í bókinni er bent á, að erfitt sé
að gera greinarmun á áhrifum
rangrar næringar og smitandi sjúk-
dóma. Sá greinarmunur geti að
vissu marki orðið villandi, þar sem
þetta tvennt sé nátengt og efli hvort
annað. Nefna megi sem dæmi, að í
Evrópu sé nánast litið á mislinga
sem ertingarsjúkdóm, en í Nígeríu
og mörgum öðrum vanþróuðum
löndum sé hann oft banvænn sök-
um skorts á eggjahvítuefnam og
hitaeiningum.
í handbókinni kemur einnig fram,
að víða um heim má sjá mörg merki
þess, að matvælaástandið sé að
hríðversna. Vaneldi leiðir af sér rýr
vinnuafköst. Ör fólksfjölgun og hæg
aukning landbúnaðarframleiðslunn-
ar ásamt stöðugum straumi til þétt-
býlisins leiðir til þess, að æ fleira
fólk verður háð tiltölulega minna
magni matvæla.
Af þessu myndast vítahringur.
Lítil framleiðni takmarkar bæði
magn og gæði matvælaframleiðsl-
unnar, en það leiðir til minni af-
kasta. Matvælaáætlanir fyrir verka-
menn færa þó út kvíarnar eftir því
sem stjórnvöld og atvinnurekend-
ur gera sér betur ljóst, að fram-
leiðnin er háð vinnuaflinu, sem
verður að hafa nóg að bíta og
brenna. Þessar áætlanir eru þeim
mun brýnni sem flóttin til þéttbýl-
isins hefur rifið marga verkamenn
úr tengslum við matvælaforðabúr
sem áttu aðgang að í sveitinni.
128
- FN-Nyt -