Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 24
meðan var að fjara. Um leið og fór að fjara, var snúið við
m.eð fiskiseilarnar í eftirdragi. Það var léttara að draga þær,
þegar straumurinn var með og vatnið dýpkaði. Ósjaldan mun
það hafa komið fyrir, að þeir, sem höfðu þungar seilar að
draga, bættu á seilar þeirra, sem minna höfðu, auðvitað sem
gjöf, til að jafna hluti. Það þyngdi seilardráttinn æðimikið, ef
fuglinn var búinn að rífa fiskinn á hol. Oft var farið í þessar
veiðiferðir dag eftir dag, þegar veður leyfði. Rakst maður þá
á fleira ætilegt en þorskinn, svo sem hnísu, jafnvel skötu og
ósjaldan nýgenginn fisk á reki.
Sem dæmi um, hve mikla árvekni og aðgætni þurfti til að not-
færa til hlítar þá björg, sem send var að bæjardyrum, skal
þetta nefnt: Gamlir menn sögðu mér, að eitt sinn hefði fisk-
ur komið alla leið inn í Þinghólakíl, skammt austur af Ein-
holti. Kíllinn var djúpur þá og nokkuð víðáttumikill. Þarna
lifði fiskurinn fram á vor og fannst þá, dauður úr hor, eng-
um að gagni.
Gjöfu'.astur var Melatanginn, þar sem silungurinn og lúran
veiddust að sumrinu, og þar var mest barizt um að bjarga fiski
frá ránferðum fugla og manna. Einholt átti land á þeim slóð-
um. Þar rak oft mikið af fiski, og í frosthörðum norðanveðr-
um var erfitt að komast þangað yfir vötn og fjörðinn, ekki
sízt í náttmyrkri, til þess að vera á undan öðrum. f sambandi
við fiskirekann á Melatanga má segja hér tvær gamlar og góðar
sagnir, er lifað hafa í minnum:
Það var á síðari hluta 19. aldar, að bóndi bjó á Einholti,
er Eiríkur hét Jónsson, gæflyndur maður en hnyttinn í orði.
Hann var oft árrisull til komast á undan öðrum á Melatang-
ann. Eftir honum var haft, að það væri hægt að verða á und-
an hrafninum og passa rekann fyrir honum, en það væri erfið-
ara að verða á undan helvítis Nesjamönnunum.
Annað atriði.ð, sem hér hefur geymzt í munnmælum í sam-
bandi við bjargráð á Melatanga er þetta: Það var á hreppa-
þingi í Nesjahreppi, að verið var að bjóða upp hreppsómaga,
roskinn mann, er Magnús hét, að mig minnir. Stefán alþingis-
maður í Árnanesi var þá hreppstjóri. Hann sagði cg lét leggja
22
Goðasteinn