Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 24

Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 24
meðan var að fjara. Um leið og fór að fjara, var snúið við m.eð fiskiseilarnar í eftirdragi. Það var léttara að draga þær, þegar straumurinn var með og vatnið dýpkaði. Ósjaldan mun það hafa komið fyrir, að þeir, sem höfðu þungar seilar að draga, bættu á seilar þeirra, sem minna höfðu, auðvitað sem gjöf, til að jafna hluti. Það þyngdi seilardráttinn æðimikið, ef fuglinn var búinn að rífa fiskinn á hol. Oft var farið í þessar veiðiferðir dag eftir dag, þegar veður leyfði. Rakst maður þá á fleira ætilegt en þorskinn, svo sem hnísu, jafnvel skötu og ósjaldan nýgenginn fisk á reki. Sem dæmi um, hve mikla árvekni og aðgætni þurfti til að not- færa til hlítar þá björg, sem send var að bæjardyrum, skal þetta nefnt: Gamlir menn sögðu mér, að eitt sinn hefði fisk- ur komið alla leið inn í Þinghólakíl, skammt austur af Ein- holti. Kíllinn var djúpur þá og nokkuð víðáttumikill. Þarna lifði fiskurinn fram á vor og fannst þá, dauður úr hor, eng- um að gagni. Gjöfu'.astur var Melatanginn, þar sem silungurinn og lúran veiddust að sumrinu, og þar var mest barizt um að bjarga fiski frá ránferðum fugla og manna. Einholt átti land á þeim slóð- um. Þar rak oft mikið af fiski, og í frosthörðum norðanveðr- um var erfitt að komast þangað yfir vötn og fjörðinn, ekki sízt í náttmyrkri, til þess að vera á undan öðrum. f sambandi við fiskirekann á Melatanga má segja hér tvær gamlar og góðar sagnir, er lifað hafa í minnum: Það var á síðari hluta 19. aldar, að bóndi bjó á Einholti, er Eiríkur hét Jónsson, gæflyndur maður en hnyttinn í orði. Hann var oft árrisull til komast á undan öðrum á Melatang- ann. Eftir honum var haft, að það væri hægt að verða á und- an hrafninum og passa rekann fyrir honum, en það væri erfið- ara að verða á undan helvítis Nesjamönnunum. Annað atriði.ð, sem hér hefur geymzt í munnmælum í sam- bandi við bjargráð á Melatanga er þetta: Það var á hreppa- þingi í Nesjahreppi, að verið var að bjóða upp hreppsómaga, roskinn mann, er Magnús hét, að mig minnir. Stefán alþingis- maður í Árnanesi var þá hreppstjóri. Hann sagði cg lét leggja 22 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.