Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 94
i kaf. Sem barn heyrði ég talað um þennan atburð og einníg
það, að faðir minn, sem var ungur og grannur og karlmenni
mikið, hefði komizt fyrstur upp í skútuna. Eg hef líka séð þetta
í einhverjum sagnaþáttum en ekki haft tíma til að leita þeirra,
er.da skiptir þetta ekki svo miklu máli“. (Þetta ber heim við
sögn móður minnar, skv. frásögn Jóns Lafranzsonar á Yzta-Skála.
Ath. Þ. T.).
Sigríður Árnadóttir frá Stóra-Ármóti í Flóa skrifar: „Ég hef
mikla ánægju af því að lcsa Goðastein og hef lánað hann mörg-
um. Már finnst ég fræðast um svo margt í honum, sem mig
hefur langað til að vita, og við annað kannast ég. Mamma tal-
aði oft um Kunningja í Holti og var í kirkju, þegar hann var
fermdur, 30 ára“.
Magnús Karl Antonsson í Ólafsvík skrifar: „Mér finnst ritið
Goðasteinn mjög læsilegt og eigulegt. Vona ég að eiga lengi
eftir að fá það til fróðleiks og skemmtunar".
Auðunn Bragi Sveinsson skólastfóri í Þykkvabœ, Rang. skrifar:
„Veturinn 1953—‘54 var ég kennari við barnaskólann í Austur-
Eyjafjallaskólahverfi og kenndi í Skarðshlíð en hélt til með fjöl-
skylduna í Drangshlíð hjá þeim mætu systkinum, Guðrúnu og
Kristjáni. Þennan vetur kom ýmislegt fram í hugann viðvíkjandi
hinni svipmiklu byggð. Sýnishorn af því má Goðasteinn eiga.
Ég vona, að hann haldi enn um sinn í horfinu:
Blómleg tún til beggja handa
bera vitni tækni og anda.
Sá ég fyrir sjónum standa
sóluroðin Eyjafjöll.
Skærri ljómi skartar hvergi.
Skógafoss af háu bergi
gnauðar þar í gríð og ergi
gamalt lag, sem þekkjum öll.
Þá andar blær og allt er gróðri vafið
og aftanroði gyllir fjallahring,
en prúðir geislar hellast yfir hafið
er höfðinglegt vort gamla Rangárþing.
92
Goðasteinn