Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 29

Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 29
Var ógurltgt grasleysi á þurrlendi öllu. Það grasleysi átti víst þátt í uppblæstri, sem stórskemmdi Land og Rangárvelli harða vorið 1882. Sunnan fram með Oddaflóðum er nokkurra metra hár þurr- lendishryggur, sums staðar nálega sundursorfinn af völdum sein- fara uppblásturs, aldagamals. Niður við flóðin er þverhníptur bakki, sem bendir til þess, að þau hafi fyrr verið stöðuvatn. Kann vera, að Rangá hafi stundum runnið í gegnum vatnið. Þó virðist líklegra, að Hróarslækur hafi fyrrum fallið í flóðin en ós úr þeim í Ytri-Rangá, eins og sjá má. II Neðarlega með Oddaflóðum rísa þrír hólar í beinni röð við suðurbakka þeirra, Kamphóll, Miðhóll og Skiphóll, sem er efst- ur og hæstur. Hólkollurinn er í lögun eins og bátur á hvolfi. Munnmælin herma, að þarna hvolfi herskip einhvers Odda- verja, hulið þykku moldarlagi og grónum grassverði. Þau kunna auk þess frá því að segja, að moldin, sem borin var á skipið, skildi eftir vik inn í flóðabakkann við austurenda hólsins. Verksummerki eru sýnd enn ; dag. Hann hefur verið feikilegur þessi forni knörr, hundrað- eða þúsundfalt stærri en önnur samtíma Islandsför, sem frá er sagt í sögum. Það skip hefði sómt vel Sæmundi fróða og sumum niðjum hans. En fátt er um fólk, sem fæst til að trúa, að þarna sé skip þeirra grafið. Þá er af mörgum dregið í efa, að manna- verk sé á hvilftinni austan við Skiphól. En skáhallt inn í aust- urbrún hcnnar gengur dálítið aflangt, vel lagað vik. Virðist, að þar mundi öruggt að skorða skip eða stóran bát. Vissulega gæti þetta verið gamalt naust, notað, er Oddaflóð voru fiski- vatn, cllegar, að hafskip Oddverja hafi átt hér uppsátur. Það var ef t'l vill auðveldara að fleyta haffæru skipi hingað en að Hrafntóftum. Og enn hefur enginn rengt með rökum, að það gerði Ketill hængur. Þó átti hann nokkru lengra að sækja upp móti straumi Rangár. En hvort sem knerri eða veiðibáti var þar ráðið til hlunns, gerir það Skipnólsnafn skiljanlcgra og helmingi hugstæðara. Goðasteinn 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.