Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 51
og tekizt það að þessu. Það ættir þú einnig að gera, nafni
minn“, sagði Jón og bætti svo við: „Þú ert ungur enn og iítt
reyndur í skóla lífsins, þú mátt því gæta vel að þér, sérdeilis
meðan þú ert að venjast nokkuð lífinu. Ég veit þetta af eigin
reynslu, tala við þig sem eldri maður og af vinarhug“, Margt
sagði Jón fleira í þessum dúr, og man ég það enn ílest eða
allt. Jón var rómsterkur, hafði dálítið óvenjulegar áherzlur á
orðum og setningum, svo mál hans festist vel í minni mínu. Hann
var einn glæsilegasti maður, sem ég hef séð, að Hannesi Haf-
stein cinum undanskildum. Hann var höfðinglegur í sjón og
virðulegur í framkomu, með hæstu mönnum og þrekinn að sama
skapi, einkum um herðar, enda talinn vel tveggja manna maki
að afli og snarmenni. Sóttu fáir gull í greipar hans í glímu, sem
þá var mikið iðkuð sern aðalskemmtun ungra manna. Öll per-
sóna Jóns á Klaustrinu minnti í mínum augum mjög á frækn-
ustu fornmenn vora. Hann var beinn í baki, léttur í viðvikum,
andlitið í senn frítt og göfugmannlegt. Að sama skapi var hann
drengilegur og djarfur í framkomu, lét skoðanir sínar óhikað í
Ijós og færði rök fyrir máli sínu. Jón og Sigurveig kona hans
voru rómuð fyrir hjartahlýju og hjálpsemi. Naut margur fá-
tækur góðs af efnum þeirra. Ekki áttu þau þó auð í búi, kom-
ust vel af, sem kallað er. Bú þeirra gaf góðan arð, því vel var
um húsdýrin hugsað, eins og þau báru með sér.
Jón var orðlagður söngmaður, hafði mikla og fagra tenór-
rödd. Á mannfundum var hann hrókur alls fagnaðar og var
þar fremstur í flokki að halda uppi söng. Því var það síðar
um kvöldið, þegar ítekningu og gegningum var lokið og Sig-
urður sonur Jóns lcominn heim, að Jón stakk upp á því, að við
gengjum til kirkju og tækjum lagið. Sigurður var á aldur við
mi.g og á líku reki í söngmenntinni, gat spilað léttari sálmalög
á orgel. Jón kvaðst líka hafa gaman af að vita, hvað ég gæti
í þeim efnum. Þótti mér óvænlega horfa, vissi mig vankunnandi,
ákvað þó að láta á engu bera en gera mitt bezta. Það bjarg-
aði mér að ég var laus við feiiur, sem oft há unglingum.
Jón var um margra ára skeið forsöngvari í kirkju sinni og
tók þar við af tengdaföður sínum, Sigurði Nikulássyni.
Goðasteinn
49