Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 32
]ón R. Hjálmarsson:
Dagur var að kvöldi. k.ominn hinn 30. desember 1964, dvöl
mín í Lo1 Angeles var á enda, og ég hraðaði mér til járn-
brautarstöðvarinnar. Það var gott að setjast niður í þægilegum
lestarklefa cg hvílast. Dagarnir í þessari margbreytilegu stór-
borg við Kyrrahaf höfðu liðiö hratt, og ég hafði notað tím-
ann, sem bezt ég kunni, til þess að skoða sem flesta merkis-
staði. En borgrn er afar stór, eða yfir 600 ferkm að flatarmáli,
og íbúafjöldi hennar hátt í þrjár milljónir. Borgarbúar hafa
framfæri sitt af margskonar iðnaði, verzlun cg samgöngum. í
Suður-Kaliforniu er aldinrækt afar mikil, því vel hagar hér til
fyrir hana, sakir hins milda og sólauðga veðurfars. Þá er hér
einnig að, finna mikið magn olíu í jörðu. Getur víða að líta
öflugar dælur, sem hamast dag og nótt við að draga hið fljót-
andi gull upp úr unditdjúpunum. Sérstök iðngrein hefur orðið
afar umfangsmikil héi. Það ei skemmtanaiðnaðurinn. Hér eru
framleiddar flestar kvikmyndir í Bandaríkjunum, og á' heims^
markaðinum mun meira en tveir þriðju hlutar allra kvikmynda
iofa meistara sína í Los Angeles, eða öllu heldur í Hollywood,
sem er hér ein af mörgum útborgum. f Hollywood er afar frægt
30
Goðastemn