Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 30
III
Kamphóll heitir, sem fyrr segir, fremsti hóllinn. Norðan við
hann er ós fram úr Oddaflóðum. En sunnan við hólinn hafa
falhð álar úr Þverá eða Eystri Rangá og sorfið graslendið sitt
á hvað, svo að nú er ekki nema svipur hjá sjón hið fagra engi,
sem fyrr var á þessum slóðum.
Undir Kamphói, sunnanverðum, stóð bærinn Kampastaðir,
Oddahjáieiga farin í eyði fyrir mörgum öldum. „Eydd af reim-
leika“ segir Jarðabók Átna Magnússonar. Þar með er saga þessa
býlis sögð, allt annað gleymt og grafið fyrir löngu, tíu - eða
fleiri - kynslóðir bænda, sem þar hafa búið, sagan af draugn-
um, sem kannske drap fólkiö og lagði allt í auðn, og bæjar-
rústin sjálf að mestu. Á þriðja áratug þessarar aldar hremmdi á-
gengur áll úr Þverá meira en helming þeirra. Nú sér þar ekki
annað rústa en fáein veggjabrot, sigin og sundurtroðin. Af þeim
verður ekki ráðið, hvaða hús, né til hverra nota, stóðu þar
eitthvert sinn á horfinni öld. Reglulega ferhyrndur reitur blasir
þarna enn við augum, líklega heygarður, fremur en fjárrétt eða
laukagarður.
Fáein túngarðsbrot finnast enn í kringum Kampastaði, og
drjúgan spöl þaðan, skammt frá Skiphól, mótar enn fyrir tveim-
ur akurgerðum. Líklegt má þykja, að þau hafa verið frá þess-
um bæ, fremur en Oddastað sjálfum, svo langt, sem er þar í
milli.
IV
í Oddahverfi lifir enn þessi þjóðsaga: Eitt sinn á sólheiðum
sumardegi reið prestskona, sem þá bjó í Odda, út yfir Rangá,
neðan Bjólu, einhverra erinda. Þegar frúin reið fram hjá Kamp-
hói, sá hún framan í hólbrekkunni breidd móti sólu átján ný-
þvegin mjólkurtrog. Þau átti huldukona sem bjó stórbúi í hóln-
um. Þetta mun fáum þykja sennileg saga. Þó getur hún geymt
ósvikna arfsögn um málnytu á Kampastöðum. Útibú eða sel-
stöð frá Odda hefði verið vel sett á þessum stað, enda líklegt,
að sú hafi verið byrjun bæjar. Þarna var afskekkt, skjólgott og
skammt í haga.
28
Goðasteinn