Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 40
og á stöku stað bar þungan nið þess til eyrna. Þarna heldur
áin áfram þrotlausu starfi sínu við að mala niður forngrýtið
mélinu smærra. Það hljómaði sem skröksaga, en samt er það
satt, að Koloradoáin flytur um gljúfrin hálfa milljón tonna af
sandi á sólarhring. Er ég stóð þarna á gilbarminum og hug-
leiddi, að smíði þessa furðuverks hafði staðið yfir í meira en
átta milljónir ára, hvarflaði að mér, hversu skammvinn væri
mannsævin í samanburði við þann óratíma, svo sem eitt andar-
tak. Minntist ég þá ljóðlínu úr þjóðsöngnum okkar: „Fyrir þér
cr cinn dagur sem þúsund ár“.
Hér í Miklagili hefur náttúran lengst af unnið að mynda-
smíð sinni ótrufluð af mannaferðum. Þótt sannað þyki, að mann-
verur hafi lifað hér á jörðu meira en milljón ár, þá er skamm-
ur tími liöinn, síðan þær sáu fyrst Miklagil. Elztu minjar um
mannlíf á þessum slóðum eru aðeins 3500 ára gamlar. Voru það
Indíánar, sem hófu byggð í gilinu og í grennd við það. Hafa
þeir síðan óslitið átt þar heima til þessa dags. Sumir þessara
gilbúa hafa orðið fyrir litlum áhrifum hvítra manna og lifa líkt
og forfeður þeirra um aldaraðir.
Fyrsti hvíti maðurinn, sem leit augum þessi hrikalegu gljúfur
og undraðist stórum, var spænski landkönnuðurinn Cardenas, ár-
ið 1540. Síðan kom enginn af hinum hvíta kynþætti hingað,
fyrr cn á 19. öld. Árið 1857 kom hingað sendimaður Bandaríkja-
stjórnar, Ives að nafni. Bar hann staðnum illa söguna og taldi
gagnslausa eyðimörk. Nokkru síðar, eða árið 1869, fór John W.
Powell og félagar hans á báti niður alla Koloradoána, eftir
gljúfrunum endilöngum. Var þetta hin mesta háskaför en afar
árangursrík. Upp frá því tóku ferðamenn og náttúruskoðendur
að leggja leið sína á þessar slóðir í vaxandi mæli, og árið 1919
var Miklagil gert að þjóðgarði.
Dagurinn leið, fyrr en varði. Um miðaftansleytið kcm ég aft-
ur til þorpsins úr kynnisferðum mínum. Þar gafst mér tækifæri
til að horfa á Indíána af Hópí-ættkvíslinni sýna dansa sína.
Voru þeir skrautlega búnir, prýddir fjöðrum og afar mikið mál-
aðir í andliti, samkvæmt fornum siðum. Síðan snæddi ég há-
tíðarmáltíð, í tilefni dagsins, ásamt nokkrum ferðafélögum mín-
38
Goðasteinn