Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 17

Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 17
halladóttir frá Steinsmýri sagði við hann eitt sinn, að hún undr- aðist, að lúsin skyldi ekki vera búin að drepa hann fyrir löngu. Gvendur svaraði því til, að heilsa sín væri ekki verri en ann- arra og „lúsin sýgur úr mér alla vonda vessa“. Önnur plága, sem Gvendi fylgdi, var hrákarnir. Hann snýtti sér og hrækti, hvar sem hann sat og stóð, skellti síðan fætinum á hrákann og nuddaði hann út. Neftóbak notaði hann mikið, ataðist andlit hans og hcndur oftlega í tóbakslegi. Tóbaksílátið var hornbytta, slegin látúni í báða enda. Ekki minnist ég þess að sjá hann taka í nefið öðru vísi en stúta sig. Tilkomulítið var ekki að sjá Gvend taka í nefið, einkum ef hann var á rölti að segja frá einhverju, sem púður var í. Tók hann jafnan struntuna vissu taki milli þum- alfingurs og vísifingurs, fetti sig makindalega og fór að engu óðslega, setti síðan stútinn á byttunni í aðra nösina og saug hana fulla, um leið og hann gretti sig ákaflega. Lokum þess- arar athafnar fylgdi rymja, löng og værðarleg. Takinu á baukn- um hélt hann enn um sinn og gekk um gólf góða stund, unz honum þótti tími til kominn að láta hina nösina fá sömu þjón- ustu. Þegar Gvendur sat og sagði frá eða kvað, reri hann jafnan i sætinu og hafði lófana á hnjánum og strauk þeim um hnén í takt við róðurinn. Venjulega var Gvendur í slitnum og bættum fötum, þó að hann ætti betri fatnað, sem hann átti geymdan hér og þar. Móðir mín geymdi fyrir hann nýja sokka mörg ár. Hvert sum- ar færði hún í tal, að hann tæki þá en fékk alltaf sama svarið: ,,Þú geymir þá, þangað til ég þarf þeirra, en verði ég ekki bú- inn að taka þá, áður en ég drepst, þá hafðu þá“. Yfirhöfn úr vaðmáli bar hann yzt fata á ferðum sínum, og í sóluðum s'kinn- sokkum var hann alltaf bæja á milli, eins í þurrki sem vot- viðri. Flókahatt hafði hann á höfði. Einu sinni fór Gvendur á Landakotsspítala til aðgerðar á kviðsliti. Varð spítaladvölin honum æði drjúg til frásagnar, þó að hér verði ekki rakið. Þar fékk hann ræstingu, sem nokkuð bjó að. Spítalalæknirinn gaf honum ný spariföt í bláum lit. Þann- Goðastemn 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.