Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 45
Jón Sigurðsson á Manubakka
Lítil
fvrðasaga
Það var bjart veður, kaldi af norðri og frost talsvert þann
20. des. 1909, þegar ég, að fengnu leyfi húsbónda míns, Lofts
Jónssonar á Höfðabrekku í Mýrdal, lagði upp þaðan í ferð heim.
Mig langaði að dvelja yfir hátíðarnar hjá foreldrum mínum á
Maríubakka í Fljótshverfi. Ég var þá 16 ára og 8 vikum betur,
um það í meðallagi að vexti og dugnaði, léttur á fæti og kapps-
fullur nokkuð - væri því að skipta. Þannig stóð á veru minni
á Höfðabrekku, að mér var komið þangað um tíma að nema
orgelspil hjá Lofti, er í senn var góður organisti, og ágætur
söngmaður.
í alla staði líkaði mér vel á Höfðabrekku þann tíma, er ég
dvaldi þar, er alls varð 18 vikur. Loftur og Þórunn kona hans
voru mér einkar góð og notaleg, sem og heimilisfólkið allt, er
vildi mér vel. Minnist ég því veru minnar þar með hlýjum hug.
Þann umgetna dag (20. des.) var jörð auð að kalla, lágsveit-
is, en fjöll og hæðir sem á jökul sæi. Daginn cg nóttina næst
á undan var norðanstormur og bylur á Mýrdalssandi að sjá frá
Goðasteinn
45