Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 25

Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 25
í eyru hreppsómagans, sem kunnur var að því að geta svarað fyrir sig: „Það er ekki ástæða til að bjóða mikið í hann Magn- ús, þetta er blóðónýtt helvíti“. Þá gall hreppsómaginn við: „Ekki var ég ónýtur, þegar þú lézt mig stela fiskinum af Melatanga frá Mýramönnum.“ Þá er ótalin enn ein björgin, er barst í Hornafjörð í harðinda- árum síðustu alda og fram á síðustu aldamót. Það var hval- irnir. Það var mjög algeng sjón að sjá hvalablástur samfara sílatorfunum og á fiskimiðum. Hvalurinn gætti ekki að sér, þegar hann var að gæða sér á sílinu úti fyrir Hornafjarðarósnum, inn- fallið tók hann með sílinu og þorskinum inn ósinn og inn í fjörð, þar til hann stóð grunn á eyrum og spriklaði með mikl- um boðaföllum, meðan líf hans fjaraði út. Þegar hvalurinn var fastur á eyrinni, var sem fljótast unnið að því að drepa hann og festa hann tryggilega. Að því stórvirki var oftast unnið af Nesjamönnum undir forystu hins fjölhæfa manns Eymundar Jóns- sonar í Dilksnesi. Það þótti sjálfsagt að reyna að drepa hval- inn sem fljótast og ná úr honum sem mestu af blóðinu og verja kjötið með því skcmmdum. Það var nokkur ár á síðari hluta 19. aldar, að einn slíkur hvalreki kom í fjörðinn ár hvert. Ég man eitt ár, er þrír hval- ir voru drepnir í firðinum. Einn þeirra var reyndar kallaður hvalkálfur, ungur og smár og með ágætiskjöti. Nú er þetta allt breytt, og brátt man enginn eftir hinum gamla veiðiskap í Hornaíirði. II Ragnhildur Raínkelsdóttir Hér skal í fáum orðum minnzt gamallar konu, sem ég heyrði oft getið á æskuárum, Ragnhildar Rafnkelsdóttur á Slindurholti á Mýrum. Hún var hálfsystir Guðrúnar Vigfúsdóttur að Flatey og Borg á Mýrum. Guðrún stundaði lengi ljósmóðurstörf hér á Mýrum, ólærð þó. Margt manna er frá henni komið. Móðir þeirra var Guðný Einarsdóttir frá Hnappavöllum í Öræfum. Goðasteinn 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.