Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 63
þeirra, en lét minna til sín taka í íjölmenni, er hann sóttist ekki
eftir. Honum lét vel að leiða við hönd sér lítil börn, er á heim-
ili hans dvöldu um tíma, eigi sízt hin síðari ár. Með þeim átti
hann ljúfar stundir. Því innst í hugaríylgsnum mun hafa leynzt
ástríki og umhyggja, sem flestum var hulið, nema bróðurdætr-
um hans. Hann var alla ævi ókvæntur. Jón var vörpulegur mað-
ur að vallarsýn, fríður sýnum og sviphreinn með virðulegum
settlegum hreyfingum og afkastamikill starfsmaður.
Jón Halldórsson lifði, svo sem flestir hans jafnaldrar, tvenna
tíma. Hann naut þeirrar gæfu að vaxa upp og hrærast í þeirri
menningu, andlegri og verklegri, er mestri reisn gat náð við hin
eldri skilyrði, á mannmörgu mektar- og manndómsheimili, sem
sterkar stoðir stóðu að, mótað af reglusemi, starfi og fornum
dyggðum. Þessi heimur var honum hugstæður og vel að skapi.
Hinn nýi tími, sem umturnað hefur þessari veröld sem var, náði
aldrei að má þá mynd úr minningasjóði hins göfga heiðurs-
manns, þó hann hefði glöggt auga fyrir mætti hinnar nýju tækni.
Jón Halldórsson andaðist að heimili sínu í Suður-Vík á gaml-
árskvöld. Saga hans var öli á yfirborðinu sem lygn og hávaðalaus
tær eifur, en samslungin sköpunar og þróunarsögu Víkurbyggð-
arinnar, sem ekki verður frekar gerð skil hér. Við, sem um langa
ævi nutum þeirrar gæfu að hafa náin kynni af jafn ágætum
förunaut, lútum höfði í hljóðlátri þökk, er hann nú í dag er
lagður í hina mjúku, gróðurríku mold síns ættaróðals í Víkur-
kirkjugarði. Öllum hans nánu skyldmennum og vinum sendi ég
hugheilar samúðarkveðjur. -
Blessuð sé minning hins prúða manns.
Goðasteinn
61