Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 73

Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 73
í veggínn með víssu miilibili og sagði um leið: „Settu hæla tii svona og til svona, og rífðu ívafið niður úr sakkabandinu, uppi- staðan verður jafngóð íyrir því. Farðu svo út í skemmu og taktu vel svartan ullarlagð úr ullarkistunni hennar stjúpu þinn- ar. Or honum skaltu spinna nýtt ívaf“. Valgerður fór að þessu ráði í vökunni og varð að beztu notum. Fann enginn að bönd- unum, þegar þau voru fullunnin. Breið fjöl var í heygarðshliðinu á Árgilsstöðum. Valgerði henti það óhapp að brjóta fjölina, þegar hún var að bera fram á um kvöld. Taldi hún víst, að það myndi kosta refsingu, ef upp kæmist, og var ekki með hýrri há á vökunni. Draumkonan vitj- aði hennar að venju og sagði: „Vertu ekki að setja þetta fyrir þig með fjölina, Valka mín, honum Skjóna verður kennt um það, og hann pabbi þinn smíðar hverfisteinsstokk úr fjölinni á morgun". Þetta stóð heima, Bergsteinn sagði, þegar hann kom inn frá útiverkunum um morguninn: „Skömmin hann Skjóni hef- ur brotið fyrir mér fjölina í heygarðshliðinu“. Engum var refs- að fyrir brotið. Síðar um daginn notaði Bergsteinn fjölina til smíða, eins og draumkonan hafði sagt. Einu sinni um vetur fór Bergsteinn að heiman, að mig minn- ir til sjóróðra niður í Landeyjar. Hann bað Valgerði fyrir skepn- urnar, áður en hann fór að heiman. Á fóðrum var tvævett tryppi, veikt og glithorað. Átti Valgerður að fylgjast vel með því. Nú bar svo til að næturlagi, að Valgerður vaknaði við það, að kona kallaði á gluggann: „Tryppið er í stallinum, Valka“. Valgerður sinnti því engu og sofnaði að nýju. Aftur vaknaði hún við sama kall og sofnaði enn. I þriðja skiptið var kallað, hvasst og hátt: „Ætlarðu að láta tryppið drepast í stallinum, Valka“? Valgerður glaðvaknaði þá og tíndi á sig spjarirnar. Ekki mátti hún seinni vera í hesthúsið, tryppið lá afvelta í stall- inum og var rétt í fjörbrotunum, er Valgerður hafði hönd á því. Tólcst henni að ná því á fót. Árgilsstaðabærinn var endurbyggður í tíð Valgerðar þar. Fólk- ið svaf í fjósinu um sumarið, meðan bærinn lá niðri. Gömul, karlæg kona dó þar um þann tíma. Hún var lögð til i hest- húskofa úti á hlaði og hella sett ofan á hnén til að rétta þau. Godasteinn 7i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.