Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 73
í veggínn með víssu miilibili og sagði um leið: „Settu hæla tii
svona og til svona, og rífðu ívafið niður úr sakkabandinu, uppi-
staðan verður jafngóð íyrir því. Farðu svo út í skemmu og
taktu vel svartan ullarlagð úr ullarkistunni hennar stjúpu þinn-
ar. Or honum skaltu spinna nýtt ívaf“. Valgerður fór að þessu
ráði í vökunni og varð að beztu notum. Fann enginn að bönd-
unum, þegar þau voru fullunnin.
Breið fjöl var í heygarðshliðinu á Árgilsstöðum. Valgerði henti
það óhapp að brjóta fjölina, þegar hún var að bera fram á um
kvöld. Taldi hún víst, að það myndi kosta refsingu, ef upp
kæmist, og var ekki með hýrri há á vökunni. Draumkonan vitj-
aði hennar að venju og sagði: „Vertu ekki að setja þetta fyrir
þig með fjölina, Valka mín, honum Skjóna verður kennt um
það, og hann pabbi þinn smíðar hverfisteinsstokk úr fjölinni á
morgun". Þetta stóð heima, Bergsteinn sagði, þegar hann kom
inn frá útiverkunum um morguninn: „Skömmin hann Skjóni hef-
ur brotið fyrir mér fjölina í heygarðshliðinu“. Engum var refs-
að fyrir brotið. Síðar um daginn notaði Bergsteinn fjölina til
smíða, eins og draumkonan hafði sagt.
Einu sinni um vetur fór Bergsteinn að heiman, að mig minn-
ir til sjóróðra niður í Landeyjar. Hann bað Valgerði fyrir skepn-
urnar, áður en hann fór að heiman. Á fóðrum var tvævett
tryppi, veikt og glithorað. Átti Valgerður að fylgjast vel með
því. Nú bar svo til að næturlagi, að Valgerður vaknaði við
það, að kona kallaði á gluggann: „Tryppið er í stallinum, Valka“.
Valgerður sinnti því engu og sofnaði að nýju. Aftur vaknaði
hún við sama kall og sofnaði enn. I þriðja skiptið var kallað,
hvasst og hátt: „Ætlarðu að láta tryppið drepast í stallinum,
Valka“? Valgerður glaðvaknaði þá og tíndi á sig spjarirnar.
Ekki mátti hún seinni vera í hesthúsið, tryppið lá afvelta í stall-
inum og var rétt í fjörbrotunum, er Valgerður hafði hönd á
því. Tólcst henni að ná því á fót.
Árgilsstaðabærinn var endurbyggður í tíð Valgerðar þar. Fólk-
ið svaf í fjósinu um sumarið, meðan bærinn lá niðri. Gömul,
karlæg kona dó þar um þann tíma. Hún var lögð til i hest-
húskofa úti á hlaði og hella sett ofan á hnén til að rétta þau.
Godasteinn
7i