Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 56
mer í mítti. Sjálfsagt hefur þetta verið eitthvert hundavað, erl
cngin gata til að glöggva sig á. Kalt fannst mér vatnið, en ég
hafði fötin mín þurr, og það var fyrir mestu. Ég híddi mig
sem fljótast í spjarirnar og hljóp síðan upp að Þykkvabæ. Voru
víða auðir rimar og rindar á þeirri leið.
í syðri bænum á Þykkvabæ bjuggu þá sómahjónin Páll Sig-
urðsson og Margrét Elíasdóttir. Pál þekkti ég. Hann hafði vikið
hlýlega að mér, og börn eru fljót að finna, hvort að þeirn snýr
handarbak eða lófi. Til hans stefndi ég för minni til að fá leið-
beiningu austur yfir Landbrotsvötn. Ég hitti Pál, þar sem hann
var að gefa á lambhús heima á túni. Páll tók mér vel en taldi
vandkvæði á að komast yfir vötnin fyrr en næsta dag, sökum
vatnsrennslis eftir leysinguna en ótryggur ís undir. Svo bætti
hann við: „Þú gerir þig rólegan hjá mér tii morguns, og þá
skal ég sjá til þín austur yfir. Enn eru þrír dagar til jóla en
ekki nema dagleið heim til þín eða varla það, eftir því sem
ég sá, að þér miðaði áfram áðan“. Um leið leit Páll til lofts
og bætti við: „Ég hugsa, að veður haldist við sama“. Ég sá,
að þetta var heillaráð og tók boði Páls með þökkum, þótt
hugurinn stefndi heim. Gott hugsaði ég til þess að gista hjá Páli
og hans ágætu konu, sem tók á móti mér með móðurlegri um-
hyggju og kærleika. Börn þeirra léku við mig og sýndu mér
gullin sín. Mér var gert allt til geðs á þessu blessaða heimili.
Jólagleðin gekk þarna í garð hjá mér og fylgdi mér heim. Enn
þann dag í dag, 55 árum seinna, bý ég að áhrifunum frá þessu
kvöldi og bið því fólki góðs, sem gladdi mig þá.
Næst! dagur rann upp bjartur og fagur. Blæjalogn var á og
dálítið frost. Indælla skammdegisveður varð ekki ákosið. Urn
kl. 10 lagði ég upp í síðasta áfangann. Tengdafaðir Páls, Elías
Gissurarson, gekk með mér að vötnunum. Hann var nokkuð við
aldur en ern og hraustlegur að sjá. Hann var ræðinn og fræddi
mig um eitt og annað. Hafði ég gaman af að ræða við hann.
Einu sinni, síðar á ævinni, hafði ég gott af að minnast orða hans.
Sannaðist þar, að „oft er það gott, er gamlir kveða“.
Allt vatn var nú hlaupið ofan af ísnum á Landbrotsvötnun-
um, en víða var hann með götum, sem vatnið vall og ólgaði í.
54
Goðastehvi