Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 13
hækkandi tii 1831 upp í 21 hundrað. Nú mundi slíkur bóndi,
skuldlaus, ckki talinn á náðum hins opinbera.
Minning Þuríðar Jónsdóttur, Kcldum: ,,.... Þuríður sál. var
atgerfiskona hin mesta og leysti störf sín sem húsmóðir prýði-
lega af hendi. I heimilisstjórninni, sem hún hafði á hendi í 45
ár, kom hvarvctna fram stök regluscmi svo í smáu sem í stóru,
enda var heimili hennar, eins í þessu sem í öðru, fyrirmyndar-
heimili. Umgengni hennar og dagfar var hið friðsamlegasta. -
Manni sínum var hún hin bezta stoð í elli hans og börnum sín-
um hin umhyggjusamasta móðir til hins síðasta. En félagið má
og sakna hennar einnig, vegna þcss að hún lagði um mörg ár
mikinn skerf til almenningsþarfa og síðast, en ekki sízt, fyrir
hin góðu áhrif, sem hún hafði á aðra. Það má því með sanni
segja, að hér sé góð og merk kona til moldar gengin, og þegar
verður getið nýtra sæmdarkvenna þessa lands, má nefna nafn
Þuríðar frá Keldum“. (Þjóðólfur 1899, bls. 17). Höfundur er sr,
Skúli Skúlason í Odda. Sem vænta mátti af honum, er hér ekki
um fjas eða orlof að tala.
Keldum 29. marz 1933.
Goðasteinn tclur sér happ að hafa fcngið þennan fróðleiksþátt til birtingar.
Höfundur hans, Skúli á Keldum (f. 25. nóv. 1862, d. 1. júní 1946), var í
senn merkur hóndi og fræðimaður. Islenzk menning stendur í þakkarskuld
við hann. Engum er það fremur að þakka, að Keldnaskálinn, sú þjóðar-
gersemi, er enn uppi standandi. Skúli var kvæntur Svanborgu Lýðsdóttur
frá Hlíð, mikilhæfri konu. Fyrir þeim og börnum þeirra er gerð grein í
bókinni Keldur, Rvk. 1949, cftir Vigfús Guðmundsson fræðimann, og í
íslenzkum æviskrám eftir dr. Pál Eggert Ólason.
Goðasteinn
11