Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 70
anna var mjög gott; ég vil segja: alveg til fyrirmyndar. Það
var höfð samvinna við melskurð, skógarferðir og yfir höfuð öll
vcrk utan heimilisins, sem snertu þau bæði. Einnig var það
föst venja, ef annar var fyrr búinn að slá túnið en hinn, þá
hjálpaði sá, sem fyrr var búinn, hinum að slá það, sem eftir var.
I þessum þætti hef ég haldið málfari sveitar minnar, t. d. í
því að kaíla það moldbyl, sem menn gætu haldið að merkti
sandbyl. Orðið moldbylur var eingöngu notað um snjóbyl, sem
var svo svartur, að ekkert sást frá sér.
Þrautaganga Jóns í Skálmarbæ mun vart hafa verið skemmri
en 25 km. Ég hef rifjað upp þessa sögu til að bregða upp mynd
af hinni hörðu lífsbaráttu liðins tíma, baráttu, sem oft lauk
með ósigri.
Smiðsaugu
Ástgeir Guðmundsson smiður í Litlabæ í Vestmannaeyjum var
gestur að Kílhrauni á Skeiðum hjá frændfólki sínu, Guðmundi
Vigfússyni og börnum hans. Lét Guðmundur þá stugga saman
fé og reka til réttar. 1 réttinni voru vænir, stórhyrndir hrútar.
Þcir Guðmundur og Ástgeir hugðu að fénu um stund. Vænti
Guðmundur að fá hrósyrði um hrútana og beindi athygli Ást-
gcirs að þeim. Ástgeir virti þá fyrir sér og sagði síðan: „Það
er fallega reiphagldatækt í hornunum á þessum, frændi“. Guð-
mundi varð orðfall við svarið. Það voru smiðsaugun en ekki
fjáraugun, sem horfðu á hrútana.
Sögn Kolbeins Guðmundssonar frá Kílhrauni.
68
Goðasteinn