Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 67
fann þá ekki. Fór hann áfram austur á mýrarnar og komst loks
að Mýrum og lagðist þar niður við túngarðinn. Um þetta ferða-
lag nýtur að öllu við frásagnar Jóns.
Nú var komið fram yfir miðjan dag á skírdag. Veðri var svo
háttað á skírdagsmorgun, að bylur var, þétt kóf með jörðu en
sá öðru hvoru ofan á bæi, upp úr kófinu. Veður fór batnandi,
er kom fram á daginn, og var það orðið gott, er Jón kom að
Mýrum.
Þegar þetta skeði, var prestur á Mýrum sr. Bjarni Einarsson,
Bjarnasonar frá Hrífunesi. Kona hans var Guðrún Runólfsdóttir
frá Holti á Síðu. Svo var ástatt á Mýrum, að enginn karlmað-
ur var heima við, prestur hafði farið til messugjörðar að Þykkva-
bæjarklaustri, en vinnumenn voru við fénaðarhirðingu frá bæ.
Þegar heimafólk sá, að maðurinn barst fyrir utan túngarðs, sendi
frú Guðrún eina vinnukonu sína, Guðlaugu Árnadóttur, að vita,
hvernig á því stæði, að maðurinn kom ekki heim að bænum.
Guðlaug hraðaði för sinni til Jóns, sem ávarpaði hana á þessa
leið: „Sæl Lauga mín. Nú er mátturinn farinn“. Sneri Guðlaug
þegar heim og sagði hversu komið var fyrir Jóni. Sendi frú
Guðrún þá strax til manns síns, til að láta hann vita um þetta,
cn fór sjálf með vinnukonum sínum til að koma Jóni til bæjar.
Heppnaðist þeim það. Prestur brá strax við, er hann fékk frétt-
irnar, og flýtti sér heim. Gat Jón sagt honum, hvernig á ferða-
lagi hans stóð og hvar hann skildi við Þorstein. Prestur og hrepp-
stjóri komu brátt hingað að Herjólfsstöðum að grennslast eftir,
hvort nokkur hefði orðið Þorsteins var. Svo var ekki, og var þá
safnað saman mönnum, sem til náðist, til leitar. Var þá farið
vestur á sand, en þar sem dagur var að kvöldi kominn, var
ekki hægt að leita nema skammt. Sneru leitarmenn við, þegar
dimman skall yfir. í birtingu, morguninn eftir, fóru allir karl-
menn, sem að hciman komust, til leitar í góðu veðri og heið-
ríkju. Dreifðu þeir sér norður og suður um sandinn. Ég var
einn leitarmanna.
Við vorum komnir langleiðina vestur að Blautukvísl, þegar
við sáum, hvar tveir gangandi menn komu upp á ölduna, aust-
an megin við kvíslina, og teymdu tvo lausa hesta. Þekktum við
<>5
Goðasteinn