Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 44

Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 44
r.ð bregða búi 19Ú2 og flutti þá til Víkur í Mýrdal, þar seni hann átti heimili síðan. Kynni okkar Kjartans Leifs voru fárra ára, þegar hann dó. Við áttum báðir sömu ást á fortíð og íróðleik. Kjartan geymdi margt í minni cg var ritfær vel, eins og þættir hans í Goða- steini bera bezt vitni um. Ekki var rithönd hans síðri en mál- far hans í ræðu og riti. Síðsumardag 1963 átti ég því láni að fagna að fara með Kjart- ani Leif austur í Hjörleifshöfða, en þann stað elskaði hann framar öllum öðrum. Ég kom tii Víkur, og ferðinni var ekki heitið lengra, en Kjartan Leifur sagði: „Nú skulum við skreppa austur í Höfða, það er ekki víst, að seinna sé vænna“. Ég hefði ekki þorað að inna að slíkri ferð, vissi, að Kjartan var ekki til áreynslu eða ferða fallinn. Þessi stutta ferð er mér á- kaflega dýrmæt minning. Við Kjartan gengum með hvíldum upp að gamla bænum hans, þar sem hver steinn hafði mál. Sólin stafaði hafið framan við Höfðann, fjöllin og jökullinn skörtuðu í litskrúði upp til landsins. Staðurinn sjálfur, eyjan græna á eyði- sandinum, var helgireitur Kjartans með örnefnum sínum, sögn- um og minningum. Við gengum áfram að rúst bæjarins, sem Kjartan fæddist í, litum á ieifar sumarbaðstofunnar og vetrar- baðstofunnar og annarra húsa. Kjartan tók sér sæti á vallgró- inni rúst, en ég lagði leið mína upp á hæsta hnúk Höfðans. Grafreitur Markúsar Loftssonar við hliðina á Hjörleifshaug er einstæður minnisvarði og ætti að takast á skrá íslenzkra þjóð- minja. Á nakinni móbergsklöpp bjó bóndinn sér og sínum leg- stað, lét hlaða snyrtilega þró úr völdum hleðslusteinum og mold- fylla. Ekki var moldin nærtæk, og varð að kjótla henni á hand- börum x þróna. Þarna hvílir nú - Markús Loftsson ásamt konu sinni og bróður. Óvíða er víðsýnið meira í Vestur-Skaftafells- sýslu, en vindasamt mun á þessum stað, og gróðurinn á erfitt með að festa rætur. Ég finn það bezt nú, þegar Kjartan Leifur cr hortinn sýnum, hve þessi stutta stund með honum í Hjörleifs- höfða, hinum hógværa, hjartahlýja þul, hefur auðgað minninga- safn mitt. Goðasteinn þakkar honum vinsemdina og sendir konu hans og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. 42 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.