Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 91
bæ 1797. Én hann mun ekki hafa komizt í bændatöiu fyrr en
1802, er hann fær Lindarbæ hálfan til ábúðar hjá Gísla tengda-
föður sínum. Þar bjuggu þeir báðir til 1804, cn þá flytur Gísli
að Björnskoti, litlu koti úr Vetleifsholti. Síðar bjó hann að Ný-
lendu og loks í Gíslakoti, en þetta eru afbýli úr Vetleifsholti.
Erlendur bjó áfram í Lindarbæ og fær jörðina alla, er tengda-
faðir hans fór þaðan. Frá Lindarbæ mun Erlendur hafa flutt
1821 að Litla-Klofa í Landsveit, en 1830 eða 1831 flytur hann
að Þúfu. -
Á bls. 30 eru talin fjögur systkin Elínar Hjartardóttur, konu
Odds í Þúfu, en þau voru fimm. Þar er ekki talin með Margrét,
f. 1809 í Staðarsókn í Grindavík. Hún var seinni kona Hinriks
Vigfússonar bónda í Ölvesholti í Holtum. Fyrri kona hans var
Arnlaug Halldórsdóttir frá Herríðarhóli í Holtum. Hún lézt
árið 1843. Þau Hinrik og Arnlaug áttu 4 börn, en 10 börn átti
Hinrik með Margréti seinni konu sinni. Átta þeirra dóu á barns-
aldri, en 2 komust til aldurs. Hinrik hefur haft mikinn hug á
r.ð koma upp nafni Arnlaugar fyrri konu sinnar, því þrjár dæt-
ur þcirra hjóna eru skírðar því nafni, en dóu allar börn að
aldri. Ein dóttir komst til aldurs og þroska, Margrét Hinriks-
dóttir, f. 1. sept. 1851. Hún giftist Guðbrandi Sæmundssyni frá
Lækjarbotnum, Sæmundssonar. Þau bjuggu að Tjörfastöðum í
Landsveit, eignuðust níu börn. Meðal þeirra voru Katrín, f.
1876, d. 1929, giftist Finnboga Arndal skáldi í Hafnarfirði; Elín,
f. 1881, kona Ófeigs Ófeigssonar í Næfurholti og Hjörtur bíl-
stjóri, er lengi ók á austurleiðum.
Einn sonur Hinriks og Margrétar náði fullorðinsaldri, Flinrik,
f. 20. febr. 1856 í Ölvesholti. Hann var trésmiður. Kona hans
hét Arndís Björnsdóttir. Þau hjónin fluttu úr Rangárþingi að
Fitjum á Miðnesi, en þar missti Hinrik konu sína og börnin
öll, sem munu hafa verið sex. Þá fluttist Hinrik til Keflavíkur,
stundaði þar smíðar. Hann bjó með Heigu Erlingsdóttur, f. 18.
nóv. 1862 í Kirkjubóli á Hvítársíðu, greindri myndarkonu. Þau
áttu ekki börn, en fósturdóttir þcirra var Lisebet Gestsdóttir,
kona Alberts Ólafssonar útgerðarmanns í Keflavík.
Godaste'mn
39