Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 66
að ekki var heima nema kvenfólk og unglingar, og hafa cf til
óttazt, að það ætlaði sér of mikið í slíku veðri við fénaðarhirð-
inguna. Héldu þeir svo áfram austur, en hinir fóru vestur.
Moldbylur var, þegar slapp af skjóli við Hafursey. Þeir fé-
lagar héldu þó veginum að Blautukvísl, enda var hann vel st.ik-
aður. Blautakvísl var ekki árennileg, alkæfð og upphlaupin. Þeir
lögðu þó út í hana og hugðust láta hestana brjóta íshroðann,
cn ekki tókst það. Ishroðinn var harður og mikii sandblevta
undir, svo þarna voru umb.fot fyrir hestana. Einhvern veginn
komust þeir þó til sama lands aftur. Sáu þeir félagar ekki ann-
að íyrir en þeir væru þarna komnir í strand. Bauðst Jón þá
til að fara og reyna að brjóta braut fyrir hestana yfir kvíslina.
Varð það úr, en Þorsteinn beið hjá hestunum. Jóni tókst að
komast austur yfir og til baka aftur. Var hann þá að miklu leyti
búinn að brjóta braut í ísinn en taldi, að hestarnir myndu ekki
hafa að vaða sandbleytuna, nema hún væri troðin betur. Varð
það að ráði, að hann færi aðra ferð fram og til baka, en það
fór öðruvísi en ætlað var. Þegar Jón kom á austurlandið var
svo af honum dregið, að hann taldi sig hafa faliið í yfirlið. Gat
þó ekki gert sér grein fyrir, hvernig það hefði verið og ekki
heldur, hve lengi það hefði varað. En þegar hann raknaði við,
taldi hann sig hafa verið svo sinnulausan, að hann lagði frá
kvíslinni austur á sand með það í huga að komast til bæja og
mundi þá ekkert eftir Þorsteini né hestunum. Hélt hann nú á-
fram og hafði veðrið á hlið en hrakti það undan, að hann
lenti í Bólhraunum, sem eru langt fyrir sunnan veginn. Kom
hann þar að stóru skeri með vörðu á og þekkti það, svo hann
vissi, hvar hann var staddur. Um haustið hafði hann verið þar
skammt frá við melskurð. Nú varð hann að haida skáhallt í
veðrið, sem var ofraun fyrir mann í stokkfrosnum fötum, í
moldbyl og hörkufrosti. Jón hélt þó ótrauður í rétta átt og gekk
lengi, þar til hann kom að öðru skeri, sem hann þekkti og er
kallað Hrafnasker. Er það rétt við veginn. Hélt hann enn áfram
og taldi, að úr þessu mundi hann ná til bæja. Frá þessum stað
eru um tveir, þrír km að bæjum, Herjólfsstöðum eða Hraunbæ.
Nú tókst svo illa til, að Jón lenti á milli þessara bæja og
64
Goðasteinn