Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 55

Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 55
norðlæg átt með litlu skýjafari og vægu frosti morguninn cftir. Guðrún húsfreyja gekk frá mér að mat og drykk, er bezt mátti verða. Kvaddi ég síðan þau góðu hjón og hélt af stað. Sumar- liði sonur þeirra, myndarlegur og þreklega vaxinn piltur, gekk með mér að Eidvatninu til að greiða mér götu yfir það. Gerði hann sér lítið fyrir, þegar að vatninu kom, tók mig og snaraði um öxl sér eins og malpoka og bar mig yfir. Var þarna klof- djúpt vatn yfir að vaða. Tvær, þrjár beygjur tók Sumarliði á leiðinni, svo auðséð var, að hann rataði vel og að ekki var þetta vandalaust vað fyrir ókunnuga. Það var þýðingarmikið fyrir mig að stíga þurrum fótum á land hinum megin, því heldur herti frost, er kom fram á daginn. Þannig báru góðir mcnn mig á höndum sér, beint og óbeint. Nú lá leið mín með suðurjaðri Skaftáreldahrauns, á mjórri ræmu milli þess og Eldvatnsins. Lék nú allt í lyndi. Þegar ég kom svo langt austur, að ég sá upp tii Landbrotsbæja, ákvað ég að stytta mér leið og stefna á Þykkvabæ. Var samfellda íshellu þangað að sjá og engat torfærur. Þær komu þó brátt í ljós, hyldjúpar vatnsrásir en svo mjóar, að ég fann staði, þar sem hægt var að stökkva yfir. Tók ég þá af mér skóna, því flughált var á svellinu. Ein rásin var svo breið, að ég tafðist við hana, fann þó um síðir spöng, um fet á breidd, sem ég áræddi að ganga yfir. Undir rann gruggugt vatn í hægum straumi og svo djúpt, að ekki botnaði ég með stönginni. Ég gekk þetta ávala íshaft á sokkaleistunum og með hálfum huga þó. Þarna missti aumingja Tryggur fótanna og féll í rásina, en heill bjargaðist hann upp á skörina. Frostið herti að mun laust fyrir hádegi. Það bjargaði mér, að logn hélzt að kalla, ella hefði ég orðið illa staddur, brodd- laus, á hörðum og hálum leðurskóm. Loks voru ísiþaktar áveitu- engjar, mýrar og rásir að baki og Grænlækur fram undan. Hann cr talsvert mikill að vatnsmagni og var auður sem á sumardegi. Sjálfsagt var að fara úr sokkum og buxum, því enn var langt í fyrirhugaðan næturstað, Orustustaði á Brunasandi. Um það mátti þó segja hið fornkveðna: „Enginn ræður sínum næturstað“. Grænlækur var dýpri en ég hugði, mest sökum sandbleytu, náði Goðasteimi 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.