Goðasteinn - 01.03.1965, Side 44

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 44
r.ð bregða búi 19Ú2 og flutti þá til Víkur í Mýrdal, þar seni hann átti heimili síðan. Kynni okkar Kjartans Leifs voru fárra ára, þegar hann dó. Við áttum báðir sömu ást á fortíð og íróðleik. Kjartan geymdi margt í minni cg var ritfær vel, eins og þættir hans í Goða- steini bera bezt vitni um. Ekki var rithönd hans síðri en mál- far hans í ræðu og riti. Síðsumardag 1963 átti ég því láni að fagna að fara með Kjart- ani Leif austur í Hjörleifshöfða, en þann stað elskaði hann framar öllum öðrum. Ég kom tii Víkur, og ferðinni var ekki heitið lengra, en Kjartan Leifur sagði: „Nú skulum við skreppa austur í Höfða, það er ekki víst, að seinna sé vænna“. Ég hefði ekki þorað að inna að slíkri ferð, vissi, að Kjartan var ekki til áreynslu eða ferða fallinn. Þessi stutta ferð er mér á- kaflega dýrmæt minning. Við Kjartan gengum með hvíldum upp að gamla bænum hans, þar sem hver steinn hafði mál. Sólin stafaði hafið framan við Höfðann, fjöllin og jökullinn skörtuðu í litskrúði upp til landsins. Staðurinn sjálfur, eyjan græna á eyði- sandinum, var helgireitur Kjartans með örnefnum sínum, sögn- um og minningum. Við gengum áfram að rúst bæjarins, sem Kjartan fæddist í, litum á ieifar sumarbaðstofunnar og vetrar- baðstofunnar og annarra húsa. Kjartan tók sér sæti á vallgró- inni rúst, en ég lagði leið mína upp á hæsta hnúk Höfðans. Grafreitur Markúsar Loftssonar við hliðina á Hjörleifshaug er einstæður minnisvarði og ætti að takast á skrá íslenzkra þjóð- minja. Á nakinni móbergsklöpp bjó bóndinn sér og sínum leg- stað, lét hlaða snyrtilega þró úr völdum hleðslusteinum og mold- fylla. Ekki var moldin nærtæk, og varð að kjótla henni á hand- börum x þróna. Þarna hvílir nú - Markús Loftsson ásamt konu sinni og bróður. Óvíða er víðsýnið meira í Vestur-Skaftafells- sýslu, en vindasamt mun á þessum stað, og gróðurinn á erfitt með að festa rætur. Ég finn það bezt nú, þegar Kjartan Leifur cr hortinn sýnum, hve þessi stutta stund með honum í Hjörleifs- höfða, hinum hógværa, hjartahlýja þul, hefur auðgað minninga- safn mitt. Goðasteinn þakkar honum vinsemdina og sendir konu hans og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. 42 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.