Goðasteinn - 01.03.1965, Page 25

Goðasteinn - 01.03.1965, Page 25
í eyru hreppsómagans, sem kunnur var að því að geta svarað fyrir sig: „Það er ekki ástæða til að bjóða mikið í hann Magn- ús, þetta er blóðónýtt helvíti“. Þá gall hreppsómaginn við: „Ekki var ég ónýtur, þegar þú lézt mig stela fiskinum af Melatanga frá Mýramönnum.“ Þá er ótalin enn ein björgin, er barst í Hornafjörð í harðinda- árum síðustu alda og fram á síðustu aldamót. Það var hval- irnir. Það var mjög algeng sjón að sjá hvalablástur samfara sílatorfunum og á fiskimiðum. Hvalurinn gætti ekki að sér, þegar hann var að gæða sér á sílinu úti fyrir Hornafjarðarósnum, inn- fallið tók hann með sílinu og þorskinum inn ósinn og inn í fjörð, þar til hann stóð grunn á eyrum og spriklaði með mikl- um boðaföllum, meðan líf hans fjaraði út. Þegar hvalurinn var fastur á eyrinni, var sem fljótast unnið að því að drepa hann og festa hann tryggilega. Að því stórvirki var oftast unnið af Nesjamönnum undir forystu hins fjölhæfa manns Eymundar Jóns- sonar í Dilksnesi. Það þótti sjálfsagt að reyna að drepa hval- inn sem fljótast og ná úr honum sem mestu af blóðinu og verja kjötið með því skcmmdum. Það var nokkur ár á síðari hluta 19. aldar, að einn slíkur hvalreki kom í fjörðinn ár hvert. Ég man eitt ár, er þrír hval- ir voru drepnir í firðinum. Einn þeirra var reyndar kallaður hvalkálfur, ungur og smár og með ágætiskjöti. Nú er þetta allt breytt, og brátt man enginn eftir hinum gamla veiðiskap í Hornaíirði. II Ragnhildur Raínkelsdóttir Hér skal í fáum orðum minnzt gamallar konu, sem ég heyrði oft getið á æskuárum, Ragnhildar Rafnkelsdóttur á Slindurholti á Mýrum. Hún var hálfsystir Guðrúnar Vigfúsdóttur að Flatey og Borg á Mýrum. Guðrún stundaði lengi ljósmóðurstörf hér á Mýrum, ólærð þó. Margt manna er frá henni komið. Móðir þeirra var Guðný Einarsdóttir frá Hnappavöllum í Öræfum. Goðasteinn 23

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.