Goðasteinn - 01.03.1965, Side 17
halladóttir frá Steinsmýri sagði við hann eitt sinn, að hún undr-
aðist, að lúsin skyldi ekki vera búin að drepa hann fyrir löngu.
Gvendur svaraði því til, að heilsa sín væri ekki verri en ann-
arra og „lúsin sýgur úr mér alla vonda vessa“.
Önnur plága, sem Gvendi fylgdi, var hrákarnir. Hann snýtti
sér og hrækti, hvar sem hann sat og stóð, skellti síðan fætinum
á hrákann og nuddaði hann út.
Neftóbak notaði hann mikið, ataðist andlit hans og hcndur
oftlega í tóbakslegi. Tóbaksílátið var hornbytta, slegin látúni í
báða enda. Ekki minnist ég þess að sjá hann taka í nefið öðru
vísi en stúta sig. Tilkomulítið var ekki að sjá Gvend taka í
nefið, einkum ef hann var á rölti að segja frá einhverju, sem
púður var í. Tók hann jafnan struntuna vissu taki milli þum-
alfingurs og vísifingurs, fetti sig makindalega og fór að engu
óðslega, setti síðan stútinn á byttunni í aðra nösina og saug
hana fulla, um leið og hann gretti sig ákaflega. Lokum þess-
arar athafnar fylgdi rymja, löng og værðarleg. Takinu á baukn-
um hélt hann enn um sinn og gekk um gólf góða stund, unz
honum þótti tími til kominn að láta hina nösina fá sömu þjón-
ustu.
Þegar Gvendur sat og sagði frá eða kvað, reri hann jafnan
i sætinu og hafði lófana á hnjánum og strauk þeim um hnén
í takt við róðurinn.
Venjulega var Gvendur í slitnum og bættum fötum, þó að
hann ætti betri fatnað, sem hann átti geymdan hér og þar.
Móðir mín geymdi fyrir hann nýja sokka mörg ár. Hvert sum-
ar færði hún í tal, að hann tæki þá en fékk alltaf sama svarið:
,,Þú geymir þá, þangað til ég þarf þeirra, en verði ég ekki bú-
inn að taka þá, áður en ég drepst, þá hafðu þá“. Yfirhöfn úr
vaðmáli bar hann yzt fata á ferðum sínum, og í sóluðum s'kinn-
sokkum var hann alltaf bæja á milli, eins í þurrki sem vot-
viðri. Flókahatt hafði hann á höfði.
Einu sinni fór Gvendur á Landakotsspítala til aðgerðar á
kviðsliti. Varð spítaladvölin honum æði drjúg til frásagnar, þó
að hér verði ekki rakið. Þar fékk hann ræstingu, sem nokkuð
bjó að. Spítalalæknirinn gaf honum ný spariföt í bláum lit. Þann-
Goðastemn
15