Goðasteinn - 01.03.1965, Side 29

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 29
Var ógurltgt grasleysi á þurrlendi öllu. Það grasleysi átti víst þátt í uppblæstri, sem stórskemmdi Land og Rangárvelli harða vorið 1882. Sunnan fram með Oddaflóðum er nokkurra metra hár þurr- lendishryggur, sums staðar nálega sundursorfinn af völdum sein- fara uppblásturs, aldagamals. Niður við flóðin er þverhníptur bakki, sem bendir til þess, að þau hafi fyrr verið stöðuvatn. Kann vera, að Rangá hafi stundum runnið í gegnum vatnið. Þó virðist líklegra, að Hróarslækur hafi fyrrum fallið í flóðin en ós úr þeim í Ytri-Rangá, eins og sjá má. II Neðarlega með Oddaflóðum rísa þrír hólar í beinni röð við suðurbakka þeirra, Kamphóll, Miðhóll og Skiphóll, sem er efst- ur og hæstur. Hólkollurinn er í lögun eins og bátur á hvolfi. Munnmælin herma, að þarna hvolfi herskip einhvers Odda- verja, hulið þykku moldarlagi og grónum grassverði. Þau kunna auk þess frá því að segja, að moldin, sem borin var á skipið, skildi eftir vik inn í flóðabakkann við austurenda hólsins. Verksummerki eru sýnd enn ; dag. Hann hefur verið feikilegur þessi forni knörr, hundrað- eða þúsundfalt stærri en önnur samtíma Islandsför, sem frá er sagt í sögum. Það skip hefði sómt vel Sæmundi fróða og sumum niðjum hans. En fátt er um fólk, sem fæst til að trúa, að þarna sé skip þeirra grafið. Þá er af mörgum dregið í efa, að manna- verk sé á hvilftinni austan við Skiphól. En skáhallt inn í aust- urbrún hcnnar gengur dálítið aflangt, vel lagað vik. Virðist, að þar mundi öruggt að skorða skip eða stóran bát. Vissulega gæti þetta verið gamalt naust, notað, er Oddaflóð voru fiski- vatn, cllegar, að hafskip Oddverja hafi átt hér uppsátur. Það var ef t'l vill auðveldara að fleyta haffæru skipi hingað en að Hrafntóftum. Og enn hefur enginn rengt með rökum, að það gerði Ketill hængur. Þó átti hann nokkru lengra að sækja upp móti straumi Rangár. En hvort sem knerri eða veiðibáti var þar ráðið til hlunns, gerir það Skipnólsnafn skiljanlcgra og helmingi hugstæðara. Goðasteinn 27

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.