Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 6

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 6
II. Það er varla of djúpt í árinni tekið þegar sagt er að flestir sem láta sig málið einhverju varða hafi verið nokkuð uggandi um stöðu fagurbókmennta á undanförnum árum, jafnvel talið þær í afleitri kreppu. Þetta á að vísu ekki beinlínis við hér á landi þessa stundina þar sem allir virðast óhemju bjartsýnir eftir seinustu jólavertíö. Fagurbókmenntir fengu þá mikla athygli og auglýsingu í fjölmiðlum og sala þeirra varð í samræmi við það. Margir hafa talað um Mafturhvarf" til bókarinnar og að bók- menntasmekkur fólks fari stöðugt batnandi. Þannig seljist nú fagurbókmenntir grimmt hérlendis, gagnstætt þeirri þróun sem varvetna hefur átt sér stað seinustu áratugina því menn hafa lengi haft áhyggjur af minnkandi sölu og lestri þessara bóka og síversnandi aðstöðu þeirra í samkeppni við afþreyingarbókmenntir og aðra dægradvöl. En hverjar eru ástæðurnar fyrir þessari þróun? Til að leita svara við þeirri spurningu er nauðsynlegt að skyggnast aftur í söguna og skoða þróun bókamarkaðar og bóklestrar í ljósi þeirra umfangsmiklu samfélagsbreytinga sem orðið hafa hér í okkar heimshluta undanfarnar tvær aldir eða svo. Hvað þessa þróun varðar styðst ég hér einkum við rannsókn Svíans Per Gedin sem hefur gert henni allítarleg skil í bók sinni Litteraturen i verkligheten frá 1975. Gedin segir raunverulegan bókamarkað fyrst hafa orðið til í Evrópu á 18. öldinni og tengir tilurð hans breyttum þjóðfélagsað- stæðum sem fylgdu í kjölfar iðnbyltingar. Áður voru bókmenntir og aðrar listgreinar einkum eign yfirstéttarinnar ef svo má að orði komast. Alþýða manna hafði til dæmis lítil sem engin tækifæri til að njóta bókmennta, því afar fáir voru læsir og þótt sú hindrun hefði ekki verið í veginum höfðu menn litla möguleika til að nálgast nokkurt lesefni, annað en ef til vill guðsorðið. Með iðnbyltingunni fór hinsvegar forn stéttaskipting að riðlast og ný stétt, borgarastéttin, spratt upp nánast við hlið aðalsins. Efnahagur þeirrar stéttar var góður miðað við það sem áður þekktist utan yfirstéttar og þetta fólk sneri sér snarlega að því að bæta híbýli sín og menntun. Þar með jókst líka þörfin fyrir lesefni, því mun fleiri lærðu nú að lesa en áður og borgararnir vildu bæði mennta sig og skemmta sér með bóklestri. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.