Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 100
ekki einátta, gnægð Móðurinnar en ekki takmörkun Föðurins. Að
sumu leyti má segja að kvenlegur ritháttur spretti af (kynferðis-
legri) ánægju (á fr: jouissance), eða einsog Annette Kuhn orðar
þetta:
Að mati Cixous veldur kynferðisleg ánægja [jouissance]
konunnar mikilli röskun á skipan [karl-/föðurveldisins] og
„kventexti" - texti sem myndletrar þessa jouissance - er
endurkoma hinnar kúguðu konu og færir til hina kúgandi
formgerð fallógosentrismans með því að „fljúga í tungumálinu
og láta það fljúga"^) með krafti, ærslum og því að brjóta
bönnin. Og verk Cixous sjálfrar bjóða upp á rithátt
(écriture) sem miðar að því að stilla upp margbreytileika á
móti heildstæðni; mörgum merkingum á móti einni fastri
merkingu; sundurlausum stíl á móti samstæðni [orðs og
hugsunar]; opnun á rnóti lokun.11)
í „Draumnum" sést þessi kvenlegi ritháttur kannski best í
hinu stanslausa flæði innra og ytra, f því aö eitt er margt í
senn, í þeirri kynferðislegu ánægju (sbr líka þrána) sem leysir
upp og brýtur lögmál karlveldisins (ekki hvað síst mynd þess af
þiggjandi konunni óvirku í örmum hins ofurvirka karlmanns), í
því hvernig textinn kemur lesandanum stundum svo óþægilega á
óvart að hann fer hjá sér (hann hryllir og jafnvel býður honum
við, sbr síðar), og einnig í tilraun konunnar til að vera Móðir.
Ekki má heldur gleyma því að sagan byrjar án upphafs og henni
lýkur án endis.
Felustaður draumsins minnir mjög á hugmyndir Helenear
Cixous þegar hún tengir kvenlegan rithátt kynnautn og
dulvitund:
Kynvitund hennar er kosmísk, rétt einsog dulvitund hennar
nær yfir allan heiminn. 1 2)
Felustaðurinn er „inni i mér, og ég vissi varla hvar" (3 3), en
einsog Luce Irigaray bendir á eru kynfæri konunnar ekki eitt
heldur í minnsta lagi tvö, sem hún kallar varir, en líklegast þó
allur likaminn með húð og hári.Þess vegna veit konan í
98