Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 8

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 8
III. Nú á tímum er það sitt af hverju sem skilur að fagurbókmenntir og skemmtibókmenntir, þótt stundum geti verið umdeilanlegt í hvorn flokkinn beri að setja einstök ritverk. í Tímariti Máls og menningar frá 1978 gerir Erik Skyum-Nielsen nokkra grein fyrir mati fólks á mismun þessara bókmenntategunda, þ.e.a.s. þess fólks sem sjálft les einkum nfínu" bækurnar eða bókmenntirnar en það er einmitt fólkið sem ræður lögum og lofum í bókmenntaumræð- unni segir Erik. Honum virðist þetta fólk iðulega byggja andúð sína á afþreyingarbókmenntum á hæpnum forsendum; fordómum og gömlum klisjum. Til að mynda, segir hann, er talað um fram- leiðslu á þessum bókum fyrir fjöldann en á hinn bóginn um að fagurbókmenntir séu skapaðar fyrir lesandann, einstaklinginn, og fleira í sama dúr. Að hans dómi gera slíkar alhæfingar þó lítið annað en rugla menn i ríminu og villa þeim sýn á það sem máli skiptir; mismunandi inntak og form fagurbókmennta og afþrey- ingar og misjafna þýðingu þeirra fyrir lesendurna. (Sjá TMM 1/1978.) Það er raunar ekki fyrr en á seinasta áratug eða liðlega það sem bókmenntafræðingar hafa snúið sér að einhverju ráði að fræðilegri greiningu á afþreyingarefni. Eftir rannsóknir sínar hafa þeir síðan sett fram ýmsar kenningar um það á hvaða hátt þessi verk eru frábrugðin þeim sem talin eru til fagurbókmennta. Yfirleitt er bent á að afþreyingin sé í eðli sínu íhaldssöm, formið svipað því sem tíðkaðist á öldinni sem leið og inntakið staðfesti þá heimsmynd sem menn hafa komið sér upp. Viðhorf rnanna til þessa eru síðan nokkuð mismunandi, sumir álíta afþreyinguna hjálpa fólki að sætta sig við aðstæður sínar en aðrir líta á hana sem blekkingu og óæskilegan flótta frá veruleikanum. í andstöðu við þessa meintu íhaldssemi afþreyingarinnar stendur svo uppreisnartilhneiging fagurbókmennta, tilhneiging til að ráðast gegn ríkjandi hefðum sem meðal annars kemur fram í stöðugum tilraunum með form. Þetta á við um allar greinar bókmennta. Lesendur þurfa því sífellt að vera að tileinka sér ný sjónarhorn og velta fyrir sér nýjum hliðurn. Vafalaust á þetta atriði stóran þátt í að æ færri lesa þessar bækur. Almenningur hefur varla tíma né tækifæri til að fylgjast með þessum sífelldu tilraunum og tileinka sér þá þekkingu og það hugarfar sem fagurbókmenntir 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.