Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 90
Kventexti kemur fram í gegnurn aðskilnað, eins konar lausn,
ekki þann aðskilnað sem er strax tekinn aftur, heldur
raunverulega getu til að losa tökin og sleppa taumhaldinu.
Þetta verður myndhverfing hins reikula, ofgnóttar, áhætt-
unnar af hinu óþekkjanlega: að þekkja ekki, kvenlegan texta
er ekki hægt að segja fyrir, hann er óræður, óþekkjanlegur
og því mjög truflandi. Hann er óvæntur og ég held að
kvenleiki sé ritaður handan væntinga; hann er í rauninni
texti þess ófyrirsjáanlega.
Þessi kvenlegi ritháttur birtist mjög skýrt í „Draumnum" þar
sem er lýst sérkvenlegri reynslu: þungun og fóstureyðingu.
Sagan sýnir einnig hvernig innra lífi er fórnað fyrir ytra líf og
hvaða afleiðingar það hefur.
Hér á eftir verður fjallað um „Drauminn" útfrá þrem megin-
kenningum sem nú eru ofarlega á baugi í feminískum bók-
menntarannsóknum, en það eru kenningar Juliu Kristevu um
^abject" (úrkast) og þrá í tungumálinu, og fyrrnefnd kenning
Helenear Cixous um kvenlegan rithátt (fr. écriture íeminine)2).
Þær kenningar byggja um sumt á kenningum franska sálgrein-
andans Jacques Lacan um tilurð sjálfsvitundar mannsins og því
reyni ég fyrst að gera örstutta grein fyrir þeim.
Loks er rétt að taka fram að allar vísanir í MDrauminn" eiga
við um útgáfuna frá 1961, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns.
Einnig að í stað þess að vísa stöðugt í bækur þær og greinar
sem ég hef stuðst við læt ég duga að geta þeirra í athuga-
semdum aftan við grein þessa. Á sama hátt hef ég valið að snara
tilvitnunum í þessa frönsku hugsuði yfir á íslensku til að gera
hugmyndir þeirra ögn aðgengilegri.
Feminismi og Jacques Lacan
í sálgreiningu sem fræðigrein er litið svo á að Ödipusar-
skeiðið svokallaða kristalli þroskaferli mannsins. Á þessu skeiði
gerast þær breytingar helstar að barnið venst af brjósti, það
lærir að hemja hvatir sínar og hættir t.d. að kúka og pissa á
sig, það lærir að tala, fer að hlýða boðum þeim og bönnum sem
88