Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 21
væri skeytt inn í fjölskyldusöguna. í bæöi skiptin var sern um
væri að ræöa ósjálfráða viðurkenningu á spurn og efa áhorfenda.
Sumir framhaldsþættir hafa getað spilað á hæfi áhorfenda til að
henda reiður á raunveruleika og skáldskap. Þegar leikarinn sem
lék varðstjórann í Hill Street Blues dó vegna hjartaáfalls, varð
persónan sem hann lék fyrir sömu örlögum. Stundum gengur þetta
of langt eins og þegar þáttafjölskyldur fá sendar samúðarkveðjur
þegar persóna hefur verið skrifuð út úr handriti með dauða.
Skipti á leikurum í sápu-óperum eru leyfileg, að því er virðist,
vegna þess að þættirnir geta spilað inn á þann sjónleik sem líf
leikaranna er orðið. Þessi sjónleikur hefur magnast upp vegna
áhuga blaða á lífi stjarnanna, táknum 20. aldar. En þótt við skiljum
nokkurn veginn hvernig krafan um trúgirni áhorfenda vinnur,
eru samt nokkrar spurningar sem vakna um það hvers vegna þurfi
að skipta um leikara. Leikaraskipti eru nauðsynleg og möguleg í
sápu-óperum vegna stöðu persónanna gagnvart frásagnarhættinum.
Persónur í þessum sápu-óperum hafa lítiö frásagnarsamhengi,
þ.e. þær taka engum breytingum í samræmi við frásögnina. Það
eru ekki sálrænir eiginleikar þeirra sem skipta meginmáli fyrir
þessar sögur. Það er ekki þar með sagt að sálrænir eiginleikar
þeirra skipti engu máli. Sue Ellen, í Dallas, er til dæmis veiklunda
og getur þá og þegar fallið fyrir áfenginu; J.R. er aftur á móti
alvondur. Þetta eru þó nokkuð stöðugir eiginleikar þeirra. Frásögnin
markast ekki af þróun persónanna frá einum atburðinum til annars
heldur af því að fastir eiginleikar persónanna setja af stað atburði
sem valda þeim erfiðleikum. Aðstæður aðalpersónanna breytast
oft á ýmsa lund án þess að það setji mark sitt á persónurnar.
Lucy í Dallas er ein slík. Hún er upphaflega lauslætisdrós sem
fer í gegnum vonlaust hjónaband við góðan mann, nauðgun,
fóstureyðingu, líf sem fyrirsæta, ástarsamband við lágstéttarmann
til þess eins að vera skrifuð út úr handritinu eftir að hún
uppgötvar að hún elskaði eiginmanninn eftir allt saman. I þessari
atburðaröð tekur persóna hennar engumbreytingum, það sem skiptir
máli eru ekki breytingarnar á persónunni heldur hlutverk
persónunnar fyrir frásögnina.
Skipti á leikurum eru því nauðsynleg og takast nákvæmlega
vegna þessa; persónurnar skipta minna máli en það hlutverk sem
þær gegna fyrir frásögnina. Sumar persónur er ekki hægt að
19