Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 42
velja sómann fremur en lítilmennskuna. Framkoma Parísar í
upphafi þriðja þáttar er ekki hetjuleg. Hann tekur sér stöðu í
fylkingarbrjósti hers Trójumanna en þegar hann sér Menelás
stefna á móti sér skelfist hjarta hans og hann hörfar aftur í
flokkinn eins og rakki með skottið á rnilli fótanna. Þegar Hektor
hæðir hann fyrir vikið, neyðist París engu að síður til að bjarga
sóma sínurn og hætta lífinu; hann býðst til að heyja einvígi við
Menelás. Hann er neyddur til að gjalda fyrir óskynsamlega hegðun
sína og sýna það sem á mælikvarða rómantíska viðhorfsins kallast
hetjulund. Hann fær að vísu háðulega útreið í viðureigninni við
Menelás og bjargast naumlega með guða hjálp en með nokkrum
rétti má segja að eftir því sem á líði kviðuna læri hann að þekkja
takmörk sín. Hann forðast eldlínuna en berst með boga.
í sjöunda þætti skorar Hektor á einhvern Akkeanna til að
berjast við sig. Agamemnon kemur í veg fyrir að Menelás taki
áskoruninni og gangi út í opinn dauðann. Það væri óskynsamlegt
af honum að etja kappi viö sér meiri menn, hann verður að þekkja
takmörk sín. Hins vegar eru hinir mestu menn í liði Akkeanna
neyddir til að taka áskoruninni, sómi hersins er í veði og að
endingu er það Ajant Telemonsson sem gengur á hólm við Hektor.
Hektor hræðist andstæðing sinn Hen nú mátti hann ekki undan
hvika eða hörfa aftur í flokk manna sinna, er hann hafði öðrum
til einvígis boðið." (II.: 137-8) Hann verður að standa eða falla með
orðum sínum og gjörðum. í þetta skipti stendur hann en seinna
fellur hann vegna óskynsamlegrar ráðstöfunar sinnar. Að hans
undirlagi halda Trójumenn áfram að berjast gegn Akkeum utan
borgarveggjanna þótt Akkilles taki að nýju þátt í orustunni, en
fyrir bragðið gjalda þeir mikið afhroð. Hektor þykist geta staðið
uppi í hárinu á Akkillesi en raunin verður önnur. í tuttugasta
og öðrum þætti er svo komið að hann veltir fyrir sér þremur
möguleikum: Flýja undan Akkillesi inn í borgina og vera lítilmenni,
berjast og falla með sæmd eða sigra með heiðri, eða þá að reyna
samningaleiðina. Hann hugsar málið nokkra stund en á í raun
engra kosta völ. Rétt eins og París verður hann að gjalda fyrir
óskynsamlega hegðun:
En hví velki eg þetta í huga mér? Nei, eg skal ekki fara og
flýja á náðir hans; hann mun ekki kenna í brjósti um mig, og
40